Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Nýstofnað fagráð geitfjárræktar hefur það hlutverk að efla geitfjárrækt og koma geitastofninum þannig úr útrýmingarhættu. Hér sjást stásslegar geitur á Lynghóli í Skriðdal.
Nýstofnað fagráð geitfjárræktar hefur það hlutverk að efla geitfjárrækt og koma geitastofninum þannig úr útrýmingarhættu. Hér sjást stásslegar geitur á Lynghóli í Skriðdal.
Mynd / sá
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðla að verndun íslenska geitfjárstofnsins sem er í útrýmingarhættu.

Að sögn Hákonar Bjarka Harðarsonar, formanns deildar geitabænda innan Bændasamtaka Íslands, er nýtt fagráð geitfjárræktar hugsað til að ná saman öllum þeim aðilum sem koma að því verkefni að standa vörð um íslensku geitina.

Í fagráðinu sitja þrír geitabændur, einn aðili frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og einn frá Agrogen, erfðanefnd landbúnaðarins. Hákon segir að fram til þessa hafi þessir aðilar unnið dálítið hver í sínu horni og nauðsynlegt að ná þeim saman.

„Stjórn geitabænda BÍ samþykkti á stjórnarfundi í apríl verklagsreglur og hlutverk fagráðs. Helstu þættir sem unnið verður að er að stuðla að eflingu geitfjárræktar í landinu og þar með koma geitastofninum úr útrýmingarhættu. Sporna á gegn aukinni skyldleikarækt innan stofnsins. Skilgreina þarf ræktunarmarkmið svo að geitastofninn öðlist hlutverk sem framleiðslukyn, sem er megin forsenda þess að verndun skili árangri. Þá þarf að setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins, ná utan um skráningu geitastofnsins í skýrsluhaldskerfinu Heiðrúnu, og síðast en ekki síst, móta stefnu með ríkinu um verndun stofnsins,“ segir Hákon.

Hann segist jafnframt telja eðlilegt að fagráðið komi að einhverju leyti að rekstri hafrastöðvarinnar á Hvanneyri.

Fyrirhugað er að fyrsti fundur fagráðsins verði með haustinu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...