Nýstofnað fagráð geitfjárræktar hefur það hlutverk að efla geitfjárrækt og koma geitastofninum þannig úr útrýmingarhættu. Hér sjást stásslegar geitur á Lynghóli í Skriðdal.
Nýstofnað fagráð geitfjárræktar hefur það hlutverk að efla geitfjárrækt og koma geitastofninum þannig úr útrýmingarhættu. Hér sjást stásslegar geitur á Lynghóli í Skriðdal.
Mynd / sá
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðla að verndun íslenska geitfjárstofnsins sem er í útrýmingarhættu.

Að sögn Hákonar Bjarka Harðarsonar, formanns deildar geitabænda innan Bændasamtaka Íslands, er nýtt fagráð geitfjárræktar hugsað til að ná saman öllum þeim aðilum sem koma að því verkefni að standa vörð um íslensku geitina.

Í fagráðinu sitja þrír geitabændur, einn aðili frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og einn frá Agrogen, erfðanefnd landbúnaðarins. Hákon segir að fram til þessa hafi þessir aðilar unnið dálítið hver í sínu horni og nauðsynlegt að ná þeim saman.

„Stjórn geitabænda BÍ samþykkti á stjórnarfundi í apríl verklagsreglur og hlutverk fagráðs. Helstu þættir sem unnið verður að er að stuðla að eflingu geitfjárræktar í landinu og þar með koma geitastofninum úr útrýmingarhættu. Sporna á gegn aukinni skyldleikarækt innan stofnsins. Skilgreina þarf ræktunarmarkmið svo að geitastofninn öðlist hlutverk sem framleiðslukyn, sem er megin forsenda þess að verndun skili árangri. Þá þarf að setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins, ná utan um skráningu geitastofnsins í skýrsluhaldskerfinu Heiðrúnu, og síðast en ekki síst, móta stefnu með ríkinu um verndun stofnsins,“ segir Hákon.

Hann segist jafnframt telja eðlilegt að fagráðið komi að einhverju leyti að rekstri hafrastöðvarinnar á Hvanneyri.

Fyrirhugað er að fyrsti fundur fagráðsins verði með haustinu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...