Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þorvaldur Kristjánsson.
Þorvaldur Kristjánsson.
Líf&Starf 13. febrúar 2015

Spennandi verkefni fram undan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dr. Þorvaldur Kristjánsson tók við starfi ábyrgðarmanns hrossaræktar RML um síðustu áramót. Þorvaldur er einn reyndasti kynbótadómari landsins og fjallaði doktorsritgerð hans um ganghæfni íslenskra hrossa.

Þorvaldur segir að í starfi sínu sem ábyrgðarmaður hrossaræktar sinni hann meðal annars skipulagi kynbótasýninga, samskiptum við dómara, skýrsluhaldi og samskiptum við hrossaræktarfélög erlendis sem rækta íslenska hesta auk fræðslu, leiðbeininga- og kynningarstarfs til hestamanna innanlands.

Ýmsar breytingar í skoðun

„Að mínu mati er stærsta verkefnið fram undan að endurskoða dómskalann fyrir kynbótahross og uppsetningu og framkvæmd kynbótasýninga. Ég tel að það sé kominn tími til að uppfæra skalann, skilgreina margt í honum á nákvæmari hátt og endurskoða uppsetningu kynbótasýninganna þannig að það standist betur kröfur samtímans.

Ég er enn að koma mér fyrir í starfi en hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða mín,“ segir Þorvaldur.

Doktor í ganghæfni hrossa

Þorvaldur er fæddur árið 1977 í Reykjavík, sonur Geirlaugar Þorvaldsdóttur, leikkonu og kennara, og Ernis Kristjáns Snorrasonar læknis. Eftir grunnskóla fór Þorvaldur í Menntaskólann í Hamrahlíð og í framhaldi af því á Hóla í Hjaltadal. Að loknu búfræðiprófi á Hólum, þar sem megináherslan var á hrossarækt og tamningar, lá leiðin að Hvanneyri þar sem Þorvaldur útskrifaðist árið 2001 með Bsc-gráðu í búvísindum. Framhaldsmenntun Þorvaldar í kynbótafræðum fór jafnframt fram við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en árið 2005 lauk hann meistaraprófi sínu frá skólanum en mastersritgerð hans fjallaði um erfðafjölbreytileika í íslenska hrossastofninum.

Þorvaldur varði doktorsverkefni sitt frá skólanum í nóvember á síðasta ári og er titill þess: Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3 erfðavísinum.
Verkefnið fjallaði fyrst og fremst um það að kanna samband byggingar og hæfileika og styrkja hið huglæga mat á byggingu í kynbótadómum. Þorvaldur hefur starfað sem kynbótadómari í rúman áratug og er í dag einn reyndasti starfandi dómari landsins.

Skylt efni: Hrossarækt

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.