Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þorvaldur Kristjánsson.
Þorvaldur Kristjánsson.
Líf&Starf 13. febrúar 2015

Spennandi verkefni fram undan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dr. Þorvaldur Kristjánsson tók við starfi ábyrgðarmanns hrossaræktar RML um síðustu áramót. Þorvaldur er einn reyndasti kynbótadómari landsins og fjallaði doktorsritgerð hans um ganghæfni íslenskra hrossa.

Þorvaldur segir að í starfi sínu sem ábyrgðarmaður hrossaræktar sinni hann meðal annars skipulagi kynbótasýninga, samskiptum við dómara, skýrsluhaldi og samskiptum við hrossaræktarfélög erlendis sem rækta íslenska hesta auk fræðslu, leiðbeininga- og kynningarstarfs til hestamanna innanlands.

Ýmsar breytingar í skoðun

„Að mínu mati er stærsta verkefnið fram undan að endurskoða dómskalann fyrir kynbótahross og uppsetningu og framkvæmd kynbótasýninga. Ég tel að það sé kominn tími til að uppfæra skalann, skilgreina margt í honum á nákvæmari hátt og endurskoða uppsetningu kynbótasýninganna þannig að það standist betur kröfur samtímans.

Ég er enn að koma mér fyrir í starfi en hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða mín,“ segir Þorvaldur.

Doktor í ganghæfni hrossa

Þorvaldur er fæddur árið 1977 í Reykjavík, sonur Geirlaugar Þorvaldsdóttur, leikkonu og kennara, og Ernis Kristjáns Snorrasonar læknis. Eftir grunnskóla fór Þorvaldur í Menntaskólann í Hamrahlíð og í framhaldi af því á Hóla í Hjaltadal. Að loknu búfræðiprófi á Hólum, þar sem megináherslan var á hrossarækt og tamningar, lá leiðin að Hvanneyri þar sem Þorvaldur útskrifaðist árið 2001 með Bsc-gráðu í búvísindum. Framhaldsmenntun Þorvaldar í kynbótafræðum fór jafnframt fram við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en árið 2005 lauk hann meistaraprófi sínu frá skólanum en mastersritgerð hans fjallaði um erfðafjölbreytileika í íslenska hrossastofninum.

Þorvaldur varði doktorsverkefni sitt frá skólanum í nóvember á síðasta ári og er titill þess: Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3 erfðavísinum.
Verkefnið fjallaði fyrst og fremst um það að kanna samband byggingar og hæfileika og styrkja hið huglæga mat á byggingu í kynbótadómum. Þorvaldur hefur starfað sem kynbótadómari í rúman áratug og er í dag einn reyndasti starfandi dómari landsins.

Skylt efni: Hrossarækt

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...