Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Paradís frá Steinsholti er hæst dæmda útflutta hrossið árið 2018. Hún er nú í þjálfun hjá Charlotte Cook í Danmörku.
Paradís frá Steinsholti er hæst dæmda útflutta hrossið árið 2018. Hún er nú í þjálfun hjá Charlotte Cook í Danmörku.
Mynd / Stald Lysholm
Hross og hestamennska 30. janúar 2019

Spennandi markaðir beggja vegna Atlantshafsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Útflutningur á hrossum dróst saman á árinu 2018 en hlutfall fyrstu verðlauna hrossa hækkaði. Hrossin fóru til tuttugu landa, nýir markaðir eru að stækka í Austur-Evrópu á meðan útflutningur til Noregs hefur sjaldan verið minni.
 
Alls voru 1.351 hross flutt frá Íslandi árið 2018 samkvæmt tölum Worldfengs, upprunaættbók íslenska hestsins. Af þeim voru 212 stóðhestar, 649 hryssur og 490 geldingar. Tölurnar sýna fækkun frá fyrri árum. 
 
Hulda Gústafsdóttur útflytjandi rekur fækkunina aðallega til gengi krónunnar, en þurrkar í Skandinavíu gætu líka átt þar einhverja sök. Hún hefur þó litla áhyggjur og nefnir stækkandi markaði í Ameríku auk nýrra markaða í Austur-Evrópu máli sínu til stuðnings. 
 
„Ég hef á tilfinningunni að Bandaríkjamarkaður sé að lifna við aftur. Þar er mikið beðið um reiðhross. Þá vorum við í fyrsta sinn í fyrra að flytja hross beint til Kanada, hross sem fóru enn vestar í landið en við höfum áður séð,“ segir hún en rúm 50 hross fóru til Ameríku í fyrra.
 
Þá fóru 23 hross til Slóveníu og hefur aldrei viðlíka fjöldi verið sendur þangað. Tæp 400 lifandi íslensk hross eru skráð í Slóveníu skv. Worldfeng, en íslensk hross hafa verið þar síðan árið 1987. Þá mun vera vaxandi fjöldi hrossa í Ungverjalandi, sem Hulda telur áhugaverðan markað.
 
Söluaðilar hrossa eru almennt jákvæðir gagnvart komandi ári. Stærsta áskorun þeirra felst í að svara eftirspurn eftir vel tömdum og þægum tölturum, sem fara vel í reið og kosta á bilinu 1–2 milljónir króna. 
 
Fækkun til Noregs
 
Þýskaland trónir á toppi lista yfir útflutningslönd íslenska hestsins eins og fyrri ár, en 535 hross fóru þangað í fyrra, sem er tæp 40% útfluttra hrossa. 
 
Næstflest fóru til Svíþjóðar, 191 talsins.Þá fóru 157 til Danmerkur og 100 til Sviss. Mikil fækkun er hins vegar á hrossum til Noregs en aðeins fóru 38 hross þangað í fyrra miðað við 86 árið áður. Gera má ráð fyrir að þurrkar hafi haft þar áhrif. 
 
Eyríkið Malta er nýtt á lista útflutningslanda, en eitt hross fór þangað árið 2018 og er það eina skráða íslenska hrossið þar í landi.
 
 
Hæst dæmdi stóðhesturinn til Bandaríkjanna
 
Hlutfall þeirra hrossa sem hafa hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi hefur aldrei verið jafn hátt og á árinu 2018, eða 9,3%. 
 
Hæst dæmda hrossið sem flutt var út í fyrra var hryssan Paradís frá Steinsholti, sem hlaut 8,63 í aðaleinkunn sem var í 2. sæti í flokki 5 vetra hryssna á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sl. sumar. Hún fór til Danmerkur. 
 
Hæst dæmdi útflutti stóðhesturinn, Stúdent frá Ketilsstöðum, fór til Bandaríkjanna.
 
Stúdent frá Ketilsstöðum á Landsmóti hestamanna 2018. Knapi Bergur Jónsson. 
 

Skylt efni: útflutningur hrossa | hross

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...