Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, Ragnar Þór Arnljótsson, hönnuður hjá Hnotskógi, Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur hjá RML, María Margeirsdótttir, hönnuður hjá Hnotskógi og Sigurður Eyþórssson framkvæmdastjóri BÍ.
Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, Ragnar Þór Arnljótsson, hönnuður hjá Hnotskógi, Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur hjá RML, María Margeirsdótttir, hönnuður hjá Hnotskógi og Sigurður Eyþórssson framkvæmdastjóri BÍ.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. febrúar 2019

Söguágrip íslenska hestsins á fullveldisöld komið upp á vegg í Bændahöllinni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hönnuðirnir frá Hnotskógi ehf., þau Ragnar Þór Arnljótsson og María Margeirsdóttir, hönnuðu sýninguna fyrir Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal en um eins konar refil eða lágmynd með sögu íslenska hestsins frá því Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 er að ræða.

Kristinn Hugason, sem hefur veitt safninu forstöðu undanfarin ár segir að þetta verkefni hafi verið unnið samhliða og á líkan hátt og sýning um íslenska hestinn sem nefnd var Uppruni kostanna og sett var upp í Skagafirði 2016. Sú sýning hefur reyndar farið víðar. Var þetta gert í nánu samstarfi Sögusetursins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og í samvinnu þeirra Kristins og Þorvaldar Kristjánssonar ráðunautar. Fékk Sögusetrið styrk til þessa verkefnis frá afmælissjóði sem stofnaður var til að minnast 100 ára fullveldis Íslands á síðasta ári. Var þá sett í gang verkefnið „Þjóðarhesturinn“ sem breyttist svo í meðförum í „Íslenski hesturinn á fullveldisöld“.

Þessi framsetning á sögu íslenska hestsins byggist á rannsókn Þorvaldar um erfðahlutdeild íslenska hestsins. Þannig er sýningin sett saman af tímalínum í hrossarækt, dómum og keppnum á þessum hundrað árum. Upphafið er rakið til hestsins Sörla frá Svaðastöðum sem yfir 90% af íslenska hrossastofninum rekur ættir sínar til í dag. Hönnuðir Hnotskógar settu þetta í myndrænt

form með ítarlegum en hnitmiðuðum skýringatextum. Var búið til risaspjald sem haft var uppi á Landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík sumarið 2018. Nú er búið að gera smækkaða útgáfu af því verki í 390 sentímetra lengd og setja það upp í anddyrinu á skrifstofum Bændasamtaka Íslands á þriðju hæð Bændahallarinnar, Hótel Sögu. Þetta verkefni, Íslenski hesturinn á fullveldisöld, og efni með fyrirlestrum og öðru sem því tengist má líka berja augum á heimasíðu Söguseturs íslenska hestsins; sogusetur.is undir slánni Gagnabanki og er sýningin þar hvoru tveggja í íslenskri og enskri útgáfu.

Þorvaldur segir að á þessum 100 árum hafi íslenski hesturinn tekið miklum breytingum og framfarir náðst í bygginglagi hans og ganghæfni. Þá sé íslenski hesturinn talsvert hávaxnari í dag en hann var að jafnaði fyrir t.d. 30 árum. Tilkoma betra fóðurs sem að hluta má rekja til rúllubagganna skiptir þar líka miklu máli. Þannig hefur íslenski hesturinn hækkað að meðaltali um 8 sentímetra frá 1990, eða úr um 134 sentímetrum upp á herðar og í um 142 sentímetra. Kristinn tekur undir það og segir að það hækkun hestsins megi bæði rekja til úrvals og bættrar fóðrunar. Það sé líkt og með fólkið í landinu sem er að jafnaði mun hávaxnara í dag en á öldum áður.

Sörli, sem nú er hægt að rekja erfðamengi flestra hesta á Íslandi til, kom frá búi sem stundaði mikinn útflutning á hrossum svo þúsundum skipti og sölu til annarra landshluta. Þar voru aðstæður góðar til vetrarbeitar og munu Svaðastaðabændur hafa efnast mjög á hrossasölunni. Í gegnum tíðina hefur verið stundaður gríðarlegur útflutningur á hrossum en hann var þó í algjöru lágmarki upp úr 1936 og fram yfir 1955. Var hann mestur 1923, eða um 4.000 hross.

Á reflinum eða veggspjaldinu kemur greinilega fram hversu miklar framfarir hafa verið í ræktun íslenska hestsins á nýliðinni fullveldisöld. Má þar greinilega sjá línurit yfir sköpulag, hæfileika, aðaleinkunn, stærð og tíðni skeiðgensins í stofninum.

 

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...