Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Snjóflóð stórskemmdi 50 ára stafafurureit í Fnjóskárdal
Fréttir 16. apríl 2014

Snjóflóð stórskemmdi 50 ára stafafurureit í Fnjóskárdal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hálfrar aldar gamall furureitur í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskárdal stórskemmdist í snjóflóði sem féll í kjölfar stórhríðarinnar sem var dagana 20. og 21. mars. Hvort hægt verður að nýta viðinn af brotnu trjánum kemur ekki í ljós fyrr en snjóa leysir.
 
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær snjóflóðið féll en Sigurður Skúlason, fráfarandi skógarvörður á Vöglum, man ekki eftir því að flóð hafi fallið á þessum stað áður að því er fram kemur á vef Skógræktar ríkisins. Beggja vegna við hafi hins vegar fallið spýjur. Þetta flóð kom úr gili ofan skógarins, fór niður milli hóla og breiddi úr sér þar fyrir neðan. Sigurður segir að víða í skóginum séu merki um snjóbrot enda snjóþungur vetur í Fnjóskadal og mikið fannfergi í skóginum núna. Við fyrstu sýn virðist sem um tveir þriðju reitsins hafi skemmst segir í frétt á skógræktarvefnum.
 
Upphaflega kvæmatilraunareitur
 
Reiturinn sem skemmdist í umræddu snjóflóði var upphaflega kvæmatilraun með fjórum kvæmum af stafafuru, Bennet Lake, Canmore S., Upper Lake Creek og Carcross. Skógræktarfólki þykir skaði ef einhver þriggja síðasttöldu kvæmanna hafa alveg þurrkast út í flóðinu en Sigurður segir nokkra von fólgna í því að flóðið skyldi falla á norðanverðan reitinn. Þar er mest af Bennet Lake kvæminu sem til er annars staðar í ræktun. Hin kvæmin eru suðlægari kvæmi og sjaldgæfari hérlendis. Það er því meira tjón ef eitthvað af því hefur farið alveg forgörðum í flóðinu.
 
Hreinsun skógarins verður mikið og erfitt verk
 
Stafafuran í reitnum var grisjuð fyrir tveimur árum og þá mældust trén 10-12 metra há. Sigurður segir ómögulegt að sjá fyrr en snjóa leysir hvort viðurinn úr þessum trjám er nýtanlegur. Ef bolirnir eru heillegir og hægt að saga þá niður í þriggja metra langa búta má selja þá til Elkem á Grundartanga en erfiðara verður að vinna verðmæti úr þessu eftir því sem trén eru meira brotin. Ljóst er, segir Sigurður, að hreinsun skógarins verður mikið og erfitt verk, jafnvel hættulegt. Þegar trjábolir liggja þvers og kruss þarf að fara að með ítrustu gát við hreinsun og skógarhögg.
 
Sjaldan séð annað eins
 
Sigurður segir reyndar að stafafurureiturinn í Þórðarstaðaskógi sé ekki það eina sem bíði hreinsunar í sumar. Víða hafi tré brotnað undan snjó í skógum Fnjóskadals í vetur. Hann segist sjaldan hafa séð annað eins á 27 ára ferli sínum sem skógarvörður á Vöglum enda fannfergið með mesta móti í dalnum núna. Jafnfallinn snjór mældist 153 sentímetrar við Vaglir á mánudagsmorgun í liðinni viku. 
Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...