Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fáir gerðu ráð fyrir því fyrir 20 árum að nytjaskógar myndu vaxa úr grasi svo norðarlega.
Fáir gerðu ráð fyrir því fyrir 20 árum að nytjaskógar myndu vaxa úr grasi svo norðarlega.
Mynd / Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Fréttir 19. desember 2023

Snemmgrisjun á rússalerki í Kelduhverfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í haust voru grisjaðir nokkrir hektarar í lerkiskógi í Garði í Kelduhverfi.

Guðríður Baldvinsdóttir, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Akureyri, segir að um merkisatburð hafi verið að ræða, því þetta sé í fyrsta skipti sem ungskógur sé snemmgrisjaður í Norður- Þingeyjarsýslu.

„Þetta er áhugavert fyrir þær sakir að fáir gerðu ráð fyrir því fyrir 20 árum að nytjaskógar myndu vaxa úr grasi svo norðarlega, en þessi skógur á rætur að rekja til fyrstu ára Norðurlandsskóga.“ Í sýslunni eru samningsbundin skógræktarsvæði rúmlega þúsund hektarar að stærð sem eru um 0,5 prósent af heildarflatarmáli gróins lands.

Lítil áhrif beitar á nytjaskóginn

Skógrækt í Garði hófst árið 2001, en eigendur jarðarinnar eru þau Rúnar Tryggvason og Hrund Ásgeirsdóttir. Snemmgrisjunin nú var í rússalerki sem gróðursett var 2002 til 2003. Þar sem áður var hefðbundið mólendi er að vaxa upp vöxtulegur skógur og þar sem snemmgrisjunin fór fram er kafgras áberandi í skógarbotninum,“ segir Guðríður, sem gerði einmitt sauðfjárbeitartilraunir fyrir átta árum á sama svæði.

„Í skóginum voru könnuð möguleg áhrif sauðfjárbeitar á ungan lerkiskóg og var beitin þyngst þar sem nú var snemmgrisjað. Á þeim tíma voru áhrif beitarinnar á skóginn lítil. Því má sjá fyrir sér að hægt verði að nýta skóginn til sauðfjárbeitar samhliða því sem skógurinn vex upp og gefur af sér viðarnytjar í framtíðinni.

Hún segir að í haust hafi grisjunin náð til 2,5 hektara af skóginum. Fjöldi trjáa á hektara fyrir snemmgrisjun hafi verið á bilinu 2.800 til 4.300, en það hafi verið grisjað niður í um 1.500 tré á hektara.

Aukið vaxtarrými

Að sögn Rúnars skógareiganda er synd að sjá viðinn grotna niður og æskilegt að til væru góðir nýtingarmöguleikar. Að einhverju leyti er hægt að nýta hann í staura, kurl og eldivið en það er spurning um gott aðgengi að skóginum og að hafa tíma í verkið.

Áður en lerkiskógur er grisjaður þarf hæð trjánna helst að vera komin í fimm til sex metra og þéttleikinn þarf að vera meiri en 2.300 plöntur á hektara. Viðarnytjar af trjám sem felld eru við snemmgrisjun eru litlar því tilgangurinn er að auka gæði skógarins og fjárfesting til framtíðar fyrir skógareigandann. Tilgangurinn er meðal annars að auka vaxtarrými þeirra trjáa sem eftir standa og fjarlægja gölluð tré, eins konar ásetningsval.

Skylt efni: Skógrækt | grisjun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...