Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni.
Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 11. maí 2021

Smíði að hefjast á risakúnni Eddu í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar hefur sett af stað söfnun til að standa straum af kostnaði við smíði á risakú sem Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ætlar að smíða á næstu mánuðum. Markmiðið er að safna 5 milljónum króna, en ýmislegt fleira þarf að borga en bara smíðina, frágang og fleira.

María Pálsdóttir, sem sæti á í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, segir að innan félagsins gæli menn einnig við að gera heimildamynd samhliða smíði og uppsetningu listaverksins, sem á að vera nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit. Kýrin hefur hlotið nafnið Edda og verður engin smásmíði, 3 metra há og 5 metrar á lengd.

Krafthamar frá Kína

Hönnun er að fullu lokið og fram undan krefjandi smíði. Beate bíður nú eftir krafthamri sem hún pantaði frá Kína sem nauðsynlegur er til að smíða svo stórt listaverk. Kýrin verður að mestu leyti hol að innan, en 13 járnborðar eru eftir henni og á þeim textabrot héðan og þaðan sem tengjast kúm. Blóm sem prýða hliðar hennar vísa í víravirkið á íslenska upphlutnum.

María segir tilvalið að hvetja kúabændur til að leggja söfnuninni lið, „og bara alla sem vettlingi geta valdið og vilja eiga hlut í Eddu að taka þátt í þessu með okkur,“ segir hún. „Kýrin verður minnisvarði um allar gæðakýr þessa lands.“ Um fimmtungur allrar mjólkur sem framleidd er hér á landi er framleidd í Eyjafirði, rúmlega 30 milljón lítrar á ári.

Skylt efni: Risakýrin Edda

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...