Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni.
Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 11. maí 2021

Smíði að hefjast á risakúnni Eddu í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar hefur sett af stað söfnun til að standa straum af kostnaði við smíði á risakú sem Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ætlar að smíða á næstu mánuðum. Markmiðið er að safna 5 milljónum króna, en ýmislegt fleira þarf að borga en bara smíðina, frágang og fleira.

María Pálsdóttir, sem sæti á í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, segir að innan félagsins gæli menn einnig við að gera heimildamynd samhliða smíði og uppsetningu listaverksins, sem á að vera nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit. Kýrin hefur hlotið nafnið Edda og verður engin smásmíði, 3 metra há og 5 metrar á lengd.

Krafthamar frá Kína

Hönnun er að fullu lokið og fram undan krefjandi smíði. Beate bíður nú eftir krafthamri sem hún pantaði frá Kína sem nauðsynlegur er til að smíða svo stórt listaverk. Kýrin verður að mestu leyti hol að innan, en 13 járnborðar eru eftir henni og á þeim textabrot héðan og þaðan sem tengjast kúm. Blóm sem prýða hliðar hennar vísa í víravirkið á íslenska upphlutnum.

María segir tilvalið að hvetja kúabændur til að leggja söfnuninni lið, „og bara alla sem vettlingi geta valdið og vilja eiga hlut í Eddu að taka þátt í þessu með okkur,“ segir hún. „Kýrin verður minnisvarði um allar gæðakýr þessa lands.“ Um fimmtungur allrar mjólkur sem framleidd er hér á landi er framleidd í Eyjafirði, rúmlega 30 milljón lítrar á ári.

Skylt efni: Risakýrin Edda

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...