Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára
Fréttir 21. nóvember 2018

Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalfallþungi sláturlamba í haust var 0,15 kílóum hærri í haust en á síðasta ári. Fallþungi sláturlamba á Norðurlandi var hærri en á Suðurlandi og í ár var slátrað meira af fullorðnu fé og hrútum en í fyrra.

Meðalfallþungi dilka á nýliðinni sláturtíð var 16,56 kíló, sem er 0,15 kílóum meira en á síðasta ári. Heildarfjöldi sláturlamba hefur aftur á móti dregist saman úr 599.954 árið 2017 í 542.674 árið 2018.

Meiru af fullorðnu fé var slátrað í ár en í fyrra. Alls var í ár slátrað 59.500 ám og hrútum í haust sem er 4.350 minna en á síðasta ári.

Lægri meðalvigt á Suðurlandi

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að fallþungi norðanlands hafi verið hærri en sunnanlands. „Tíðin sunnanlands í vor var erfið og í sumum tilfellum geltust ærnar hreinlega upp og meðalþyngd dilka hjá okkur var 16,5 kíló 2017 en var 16,3 kíló í ár.

Sláturlömbum fækkaði um 5% milli ára en þau voru 102.752 í fyrra en 97.352 í ár. Fullorðnu fé fjölgaði aftur á móti úr 11.425 í 11.831 milli ára.

Steinþór segir að þar sem ærslátrunin er að aukast þrátt fyrir samdrátt í dilkum þá dragi hann þá ályktun að von sé á svipaðri fækkun næsta haust, eða 4–5%.

Veruleg aukning í slátrun á fullorðnu fé

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að sláturtíðin hafi gengið vel í ár. Bæði hvað varðar samvinnu við bændur og að fá fé til slátrunar. „Við rekum tvö sláturhús, annað á Húsavík og hitt á Höfn. Samanlagt felldum við 114.861 lamb og fullorðið fé á báðum stöðum. Fallþunginn á Húsavík var 16,7 kíló sem er 270 grömmum hærri en árið 2017 og hann var 16,3 sem einnig er 270 grömmum meiri en 2017.“

Ágúst segir aukningu vera í slátrun á fullorðnu fé milli ára. „Í ár slátruðum við 12.200 fullorðnum ám og hrútum en í fyrra 10.604. Þannig að aukningin er veruleg á milli ára.“

Skylt efni: Slátrun 2018 | sláturhús

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.