Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í úttekt KPMG kemur fram að sláturkostnaður sé á bilinu 150 krónur til 350 krónur á hvert kíló.
Í úttekt KPMG kemur fram að sláturkostnaður sé á bilinu 150 krónur til 350 krónur á hvert kíló.
Mynd / BBL
Fréttir 2. ágúst 2018

Sláturkostnaður á reiki og afkoma af útflutningi óviðunandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Skýrsla KPMG um úttekt á afurðastöðvum í sauðfjárframleiðslu kom út í síðustu viku. Í Bændablaðinu er leitað álits Ágústs Torfa Haukssonar, formanns Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddnýjar Steinu Valsdóttur, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda og Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelendic Lamb, á því sem kemur fram í skýrslunni um sláturkostnað og útflutning á lambakjöti.

Verðmyndunarferli frá bónda til neytenda ekki skýrt

Tilraunir til þess að meta sláturkostnað virðast ekki hafa skilað ábyggilegum niðurstöðum því í skýrslunni kemur fram að hann sé á bilinu 150 krónur til 350 krónur á hvert kíló. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að það séu vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá betri og nákvæmari útreikninga á verðmyndunarferli frá bónda til neytenda en þar er mörgum spurningum ósvarað. Að öðru leyti er hægt að taka undir þær meginlínur sem koma fram í skýrslunni um að hægt sé að ná hagræðingu í afurðastöðvageiranum. Það rímar ágætlega við það sem við höfum haldið fram.“

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska og stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að ekki hafi verið fjallað formlega um skýrslu KPMG á vettvangi sláturleyfishafa. „Skýrslan er um margt áhugaverð en það er kannski ekki margt sem kemur á óvart. Vil þó nefna eitt sem kemur á óvart og ég tel líklegt að sé einhverskonar misskilningur, t.d. ólík framsetning á gögnum, en það er hve mikill munur er á sláturkostnaði, hæsta og lægsta. Mér finnst ólíklegt að þarna sé verið að bera saman sambærilega hluti og að munurinn sé jafn mikill í raun og þarna er sett fram.“

Borgar sig að flytja út kjöt?

Í skýrslunni segir að ekki hafi verið færð sannfærandi rök fyrir því að til séu markaðir þar sem hægt væri að selja íslenskt lambakjöt sem munaðarvöru á hærra verði en almennt gerist á heimsmarkaði.

Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, segir að víða séu góðir markaðir fyrir íslenskt lambakjöt. Mikilvægt sé að standa vel að markaðssetningu. „Við höfum dæmi eins og Whole Foods og útflutning til Japans þar sem kaupendur eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir íslenskt lambakjöt.“ Svavar leggur líka áherslu á að það verði að gæta þess þegar talað er um meðaltalsverð að sumt af því sem flutt er út eru ódýrir bitar sem ekki seljast hér á landi. „ Fyrir hvern hrygg sem er framleiddur verða líka til slög og frampartar sem þarf að koma í verð.“

Ágúst Torfi telur að við núverandi aðstæður sér æskilegt að draga úr framleiðslu og þar með útflutningi. „Afkoma af útflutningi er óviðunandi og í raun engin. Við þær aðstæður er eðlilegast að minnka framleiðslu og draga úr útflutningi samhliða,“ segir hann.

Skýrslu KPMG er hægt að nálgast í heild sinni hér.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...