Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Fréttir 15. júní 2020

Sláturhús á hjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Þýskalandi er leyfilegt að slátra gripum í færanlegum sláturhúsum og selja síðan afurðirnar ferskar á matarmörkuðum. Heimaslátrum er sögð hafa þann kost að ekki þurfi að flytja gripi langar leiðir fyrir slátrun.

Umræða um heimaslátrun hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og unnið er að mótun tilraunaverkefnis um heimaslátrun sem líklega mun fara af stað í haust.

Í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar hafa komið upp sýkingar af völdum COVID-19 í sláturhúsum og afurðastöðvum með þeim afleiðingum að loka hefur þurft vinnslunum.

Kjötið alltaf ferskt

Þýskur slátrari tók skrefið í hina áttina og innréttaði sendibíl sem lítið sláturhús og afurðastöð á hjólum og hefur haft yfirdrifið nóg að gera í framhaldinu. Til þess að tryggja að kjötið sé alltaf ferskt heimsækir slátrarinn býli og slátrar dýrunum á staðnum. Að því loknu eru afurðirnar unnar í bílnum og ekið með þær á matarmarkaði og seldar þar.

Margir kostir við heimaslátrum

Að sögn þeirra sem að verkefninu standa hefur heimslátrun ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan. Þess í stað eru dýrin heima við og á fóðrum til hins síðasta.

Reynslan af sláturbílnum hefur verið góð og á einu ári hefur hann unnið á 350 býlum og slátrað og unnið einn til fjóra nautgripi, tvö til þrjú svín og allt að 38 kindur á hverju býli.

Löng hefð er fyrir minni sláturhúsum og heimaslátrun í Þýskalandi og víða í Evrópu en litlum sláturhúsum og kjötkaupmönnum hefur þrátt fyrir það fækkað mikið og orðið undir í baráttunni við stærri afurðastöðvar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...