Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Myndin tengist ekki efninu beint.
Myndin tengist ekki efninu beint.
Fréttir 27. mars 2017

Sláturbann og bann á flutningum nautgripa

Matvælastofnun hefur bannað markaðssetningu afurða og slátrun til manneldis og flutning gripa frá bænum Eystri-Grund við Stokkseyri. Nautgripir á bænum höfðu aðgang að óvörðum og götuðum sekkjum af kjötmjöli sem ætlað var að nota sem áburð í flög en kjötmjöl er óheimilt í fóðri fyrir dýr í matvælaframleiðslu.

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu um málið í morgun og hún fer hér á eftir.

„Umfangsmikil löggjöf bannar notkun á kjötmjöli sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis til að hindra að heilahrörnunarsjúkdómar berist í menn og dýr. Þrátt fyrir að kjötmjölið hafi verið ætlað til notkunar sem áburður í flög þá var ljóst að nautgripir höfðu óheft aðgengi að sekkjunum um nokkra mánaða skeið. Göt voru á sekkjunum eftir tæki sem notað hefur verið til að koma sekkjunum á planið og höfðu fuglar gatað sekkina enn frekar. Þó svo að ekki hafi verið um ætlaða fóðurgjöf að ræða heldur andvaraleysi þá voru ummerki á staðnum um að nautgripir hafi verið við sekkina, þannig að sýnt þykir að mati Matvælastofnunar að nautgripirnir hafi sleikt og étið kjötmjöl úr þeim.

Samkvæmt lögum um matvæli er Matvælastofnun heimilt að stöðva starfsemi að hluta eða í heild ef rökstuddur grunur er um að matvæli séu heilsuspillandi, óhæf til neyslu eða valdi tjóni á öðrum hagsmunum. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim er Matvælastofnun heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji stofnunin að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.

Með ákvörðuninni er óheimilt að slátra gripunum til manneldis eða flytja þá af búinu. Bannið nær ekki til þeirra gripa sem haldnir voru inni í gripahúsi og höfðu ekki aðgang að kjötmjölinu.

Matvælastofnun hefur lagt fyrir ráðherra tillögur að fyrirskipun um förgun og eyðingu á þeim gripum sem hafa haft óheft aðgengi að kjötmjölinu. Ráðherra getur samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, fyrirskipað hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu tilkynningarskyldra og skráningarskyldra sjúkdóma og til að afstýra hættu og tjóni af völdum útbreiðslu þessara sjúkdóma.“

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...