Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís heldur utan um Making Sense-ráðstefnuna sem fer fram hérlendis í byrjun maí þar sem umræðuefnið mun að mestu snúast um skynfæri okkar og samspil þeirra þegar kemur að matvælum.
Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís heldur utan um Making Sense-ráðstefnuna sem fer fram hérlendis í byrjun maí þar sem umræðuefnið mun að mestu snúast um skynfæri okkar og samspil þeirra þegar kemur að matvælum.
Fréttir 27. apríl 2018

Skynfærin og samspil þeirra í matvælaframleiðslu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem haldin er um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Hún verður núna haldin í Reykjavík 3.-4. maí og er það Matís sem sér um utanumhald með aðstoð frá norrænum kollegum.


„Skynmat, gæðamál tengd því og neytendamál eru mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja betur saman þá sem starfa að þessum málum innan fyrirtækja og vísindafólk ásamt því að gefa fólki tækifæri til að bera saman bækur sínar og kynna sér hvað er helst í deiglunni hverju sinni og hvernig rannsóknir á þessu sviði hafa þróast.

Ráðstefnan nú í maí hefur hlotið yfirskriftina „Making Sense!“ og mun umræðuefnið að mestu snúast um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu, til dæmis frá rannsóknum á markað,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís en norrænir samstarfaaðilar eru frá Svíþjóð Anne Normann og Berit Albinsson, RISE-The Swedish Research Institute, frá Noregi Mats Carlehög, NOFIMA, frá Danmörku Pia Ingholt Hedelund og Tanja Frydenlund Jaedeke, Teknologisk Institut og frá Finnlandi Saara Pentikainen og Raija-Liisa Heinio, VTT-Technical Research Centre of Finland  Ltd.

Gæði svínakjöts og upplifun neytenda

„Það er mikilvægt fyrir fólk sem starfar á þessu sviði, bæði í rannsóknum og iðnaði að hafa vettvang til að hittast, sjá og kynna sér hvað er í gangi, bætt við þekkingu sína og komið sínum áherslum á framfæri, til dæmis með hvað væri gagnlegt að skoða í framhaldinu.

Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum,“ útskýrir Kolbrún og segir jafnframt: „Við reynum að leggja áherslu á Norðurlöndin í heild sinni en í ár verða tveir áhugaverðir fyrirlestrar frá Íslandi sem eru Aðalheiður Ólafsdóttir, skynmatsstjóri Matís, sem mun fjalla um áhrif ólíkrar meðferðar á gæði svínakjöts og upplifun neytenda. Einnig mun Holly T Petty, ráðgjafi hjá Matís fjalla um tæknibyltingar í matvælageiranum með þrívíddartækni.“

Skylt efni: Matvæli

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...