Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís heldur utan um Making Sense-ráðstefnuna sem fer fram hérlendis í byrjun maí þar sem umræðuefnið mun að mestu snúast um skynfæri okkar og samspil þeirra þegar kemur að matvælum.
Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís heldur utan um Making Sense-ráðstefnuna sem fer fram hérlendis í byrjun maí þar sem umræðuefnið mun að mestu snúast um skynfæri okkar og samspil þeirra þegar kemur að matvælum.
Fréttir 27. apríl 2018

Skynfærin og samspil þeirra í matvælaframleiðslu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem haldin er um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Hún verður núna haldin í Reykjavík 3.-4. maí og er það Matís sem sér um utanumhald með aðstoð frá norrænum kollegum.


„Skynmat, gæðamál tengd því og neytendamál eru mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja betur saman þá sem starfa að þessum málum innan fyrirtækja og vísindafólk ásamt því að gefa fólki tækifæri til að bera saman bækur sínar og kynna sér hvað er helst í deiglunni hverju sinni og hvernig rannsóknir á þessu sviði hafa þróast.

Ráðstefnan nú í maí hefur hlotið yfirskriftina „Making Sense!“ og mun umræðuefnið að mestu snúast um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu, til dæmis frá rannsóknum á markað,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís en norrænir samstarfaaðilar eru frá Svíþjóð Anne Normann og Berit Albinsson, RISE-The Swedish Research Institute, frá Noregi Mats Carlehög, NOFIMA, frá Danmörku Pia Ingholt Hedelund og Tanja Frydenlund Jaedeke, Teknologisk Institut og frá Finnlandi Saara Pentikainen og Raija-Liisa Heinio, VTT-Technical Research Centre of Finland  Ltd.

Gæði svínakjöts og upplifun neytenda

„Það er mikilvægt fyrir fólk sem starfar á þessu sviði, bæði í rannsóknum og iðnaði að hafa vettvang til að hittast, sjá og kynna sér hvað er í gangi, bætt við þekkingu sína og komið sínum áherslum á framfæri, til dæmis með hvað væri gagnlegt að skoða í framhaldinu.

Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum,“ útskýrir Kolbrún og segir jafnframt: „Við reynum að leggja áherslu á Norðurlöndin í heild sinni en í ár verða tveir áhugaverðir fyrirlestrar frá Íslandi sem eru Aðalheiður Ólafsdóttir, skynmatsstjóri Matís, sem mun fjalla um áhrif ólíkrar meðferðar á gæði svínakjöts og upplifun neytenda. Einnig mun Holly T Petty, ráðgjafi hjá Matís fjalla um tæknibyltingar í matvælageiranum með þrívíddartækni.“

Skylt efni: Matvæli

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...