Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skýin sem kennileiti
Skoðun 2. júlí 2015

Skýin sem kennileiti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hrafninn er sá fugl sem sveipaður er mestri dulúð í íslenskri þjóðtrú og um hann er fjöldi sagna.

Í aldaraðir hefur hann allt í senn verið álitinn skemmtilegur eða leiðinlegur, verið dáður og hataður, ofsóttur eða alfriðaður.

Ólíkt því sem margir halda telst hrafninn ekki til ættar ránfugla. Hann er spörfugl eins og þrösturinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn. Hrafninn er að vísu fjarskyldur ættingi þessara fugla og mjög ólíkur þeim. Hann er langstærsti og algengasti spörfuglinn sem verpir á Íslandi og algengur um allt land.

Einstaka sinnum kemur fyrir að það fæðist hvítur fugl og af því er dregið orðtakið: Sjaldséðir hvítir hrafnar. Einnig er vitað um hrafn sem var með stórar hvítar skellur á vængjunum.

Krummi er glysgjarn, hann er safnari og stelur öllu sem hann getur. Í laup hrafna hafa fundist furðulegustu hlutir: marglit glerbrot, litríkir steinar og plastbrúsar og jafnvel gaddavír. Ein sagan segir að krummi eigi það til að grafa þýfið í jörðu en finni það svo aldrei aftur vegna þess að hann noti skýin sem kennileiti.

Huginn og Muninn

Í norrænni trú var hrafninn talinn spáfugl. Á öxlum Óðins sitja tveir hrafnar, Huginn og Muninn. Snemma á morgnana hefja þeir sig til flugs og fljúga um allar jarðir og þegar þeir snúa til baka hvísla þeir fréttum í eyru Óðins og er hann því nefndur hrafnagoð. Hrafninn eru líka fugl orrustuvallarins. Þeir sem falla í valinn og fara til Valhallar eru kallaðir hrafnafóður.

Sagt er að Flóki Vilgerðarson, sem einna fyrstur fann Ísland, hafi blótað þrjá hrafna og heitið Óðni því að gera þá sér leiðitama. Þegar hann sigldi síðan til Íslands hafði hann hrafnana með til að vísa sér leiðina.

Íslendingar hafa lengi trúað því að hrafninn sé allra fugla vitrastur og að hann viti ekki einungis það sem á sér stað á fjarlægum slóðum heldur geti einnig sagt til um ókomna atburði. Áður var talið að þeir sem legðu sig fram við að fylgjast með flugi og krunki hrafnsins áttuðu sig á veðrabreytingum og öðru gagnlegu af háttum hans.

Hrafninn er kjaftaglaður og það þótti gagnlegt ef menn skildu krunkið í honum eða tungumál annarra fugla.

Hrafninn hefur lengi verið tengdur ýmiss konar kukli og nánast óhugsandi að nokkur galdramaður með sjálfsvirðingu eigi ekki taminn hrafn. Ungir nútímaloddarar láta sér þó yfirleitt duga að eiga uppstoppaðan fugl.

Hrafnar eru félagslyndir og fara oft um í hópum. Á kvöldin safnast hóparnir saman á náttstað og nefnist það hrafnaþing. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt að hrafnar haldi þing tvisvar á ári, vor og haust. Á vorþingum ákveða hrafnar hvernig þeir skuli hegða sér yfir sumarið, en á haustþingum skipa þeir sér niður á bæi. Þeir eru þá alltaf tveir saman, karl- og kvenfugl, svipað því og þegar hreppsómagar voru settir niður til vetursetu. Ef tala hrafna á þingi er stök eltir hópurinn uppi þann staka og drepur hann. Eftir að hrafnarnir settu sig niður á bæina voru þeir kallaðir heima- eða bæjarhrafnar.

Skylt efni: Stekkur | Hrafnar | Ský

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...