Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
MAST hefur eftirlit með að skráning nautgripa sé í lagi.
MAST hefur eftirlit með að skráning nautgripa sé í lagi.
Fréttir 24. febrúar 2015

Skráningarkerfið Huppa kemur vel út í úttekt ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýverið skýrslu vegna úttektar sinnar á  einstaklingsmerkingum nautgripa hér á landi og rekjanleika afurða nautgripa. Niðurstöður úttektarinnar eru almennt jákvæðar en gerðar eru nokkrar athugasemdir sem Matvælastofnun hefur þegar brugðist við með tillögum til ESA um hvernig bætt verði úr.
 
Úttektin fór fram dagana 3.–7. nóvember 2014 og var markmið heimsóknarinnar að kanna hvort opinbert eftirlit með skráningum, rekjanleika og einstaklingsmerkingum nautgripa væri í samræmi við matvælalöggjöfina. Samhliða fór fram úttekt á opinberu eftirliti með merkingum og rekjanleika nautgripaafurða.
 
Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að núverandi skráningarkerfi, HUPPA, sem vistað er og rekið af tölvudeild Bændasamtaka Íslands, uppfylli flest ef ekki öll skilyrði fyrir tölvuskráningu einstaklingsmerktra nautgripa. Í því ljósi mun Matvælastofnun óska eftir samþykki ESA á núverandi kerfi.
 
Athugasemdir ESA sneru að eftirfarandi:
  • Ísland þarf annaðhvort að óska staðfestingar Evrópu­sambandsins á tölvukerfi sínu fyrir einstaklingsmerkingar nautgripa sbr. reglugerð EB nr.1760/2000 eða taka upp svokallað vegabréfakerfi fyrir hvern nautgrip.
  • Ísland þarf að samræma tímamörk fyrir burðarskráningar sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár að reglugerð EB nr. 1760/2000.
  • Ísland þarf að tryggja að skráningar og merkingar nautgripa séu framkvæmdar innan þeirra tímamarka sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012.
  • Ísland þarf að innleiða ákvæði um lágmarks eftirlit sem fara skal fram vegna skráninga og einstaklingsmerkinga nautgripa.
  • Ísland þarf að upplýsa ESA um fyrirmyndir rekjanleika nautgripa og eyrnamerkja þeirra í samræmi við reglugerð EB 911/2004.
  • Ísland þarf að senda ESA árlega upplýsingar um eftirlit með skráningum og einstaklingsmerkingum nautgripa.
 
Eins og fyrr segir hefur MAST þegar brugðist við þessum athugasemdum og gert tillögur um hvernig úr þeim verði bætt. 
 
Mjög var hert á eftirlitinu með gripaskráningu bænda á síðasta ári. Var um 90 bændum, þar sem gallar höfðu komið í ljós varðandi skráningu, sent bréf í fyrravor þar sem þeir voru  hvattir til að koma skráningum gripa sinna í rétt horf. Í umfjöllun MAST um málið sagði m.a. að skráningar hafi batnað umtalsvert. Það sýni að langflestir bændur vilji hafa skráningar gripa sinna í góðu lagi.

Skylt efni: Huppa

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...