Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
MAST hefur eftirlit með að skráning nautgripa sé í lagi.
MAST hefur eftirlit með að skráning nautgripa sé í lagi.
Fréttir 24. febrúar 2015

Skráningarkerfið Huppa kemur vel út í úttekt ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýverið skýrslu vegna úttektar sinnar á  einstaklingsmerkingum nautgripa hér á landi og rekjanleika afurða nautgripa. Niðurstöður úttektarinnar eru almennt jákvæðar en gerðar eru nokkrar athugasemdir sem Matvælastofnun hefur þegar brugðist við með tillögum til ESA um hvernig bætt verði úr.
 
Úttektin fór fram dagana 3.–7. nóvember 2014 og var markmið heimsóknarinnar að kanna hvort opinbert eftirlit með skráningum, rekjanleika og einstaklingsmerkingum nautgripa væri í samræmi við matvælalöggjöfina. Samhliða fór fram úttekt á opinberu eftirliti með merkingum og rekjanleika nautgripaafurða.
 
Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að núverandi skráningarkerfi, HUPPA, sem vistað er og rekið af tölvudeild Bændasamtaka Íslands, uppfylli flest ef ekki öll skilyrði fyrir tölvuskráningu einstaklingsmerktra nautgripa. Í því ljósi mun Matvælastofnun óska eftir samþykki ESA á núverandi kerfi.
 
Athugasemdir ESA sneru að eftirfarandi:
  • Ísland þarf annaðhvort að óska staðfestingar Evrópu­sambandsins á tölvukerfi sínu fyrir einstaklingsmerkingar nautgripa sbr. reglugerð EB nr.1760/2000 eða taka upp svokallað vegabréfakerfi fyrir hvern nautgrip.
  • Ísland þarf að samræma tímamörk fyrir burðarskráningar sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár að reglugerð EB nr. 1760/2000.
  • Ísland þarf að tryggja að skráningar og merkingar nautgripa séu framkvæmdar innan þeirra tímamarka sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012.
  • Ísland þarf að innleiða ákvæði um lágmarks eftirlit sem fara skal fram vegna skráninga og einstaklingsmerkinga nautgripa.
  • Ísland þarf að upplýsa ESA um fyrirmyndir rekjanleika nautgripa og eyrnamerkja þeirra í samræmi við reglugerð EB 911/2004.
  • Ísland þarf að senda ESA árlega upplýsingar um eftirlit með skráningum og einstaklingsmerkingum nautgripa.
 
Eins og fyrr segir hefur MAST þegar brugðist við þessum athugasemdum og gert tillögur um hvernig úr þeim verði bætt. 
 
Mjög var hert á eftirlitinu með gripaskráningu bænda á síðasta ári. Var um 90 bændum, þar sem gallar höfðu komið í ljós varðandi skráningu, sent bréf í fyrravor þar sem þeir voru  hvattir til að koma skráningum gripa sinna í rétt horf. Í umfjöllun MAST um málið sagði m.a. að skráningar hafi batnað umtalsvert. Það sýni að langflestir bændur vilji hafa skráningar gripa sinna í góðu lagi.

Skylt efni: Huppa

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...