Hvernig viljum við sjá skýrsluhaldskerfið Huppu þróast?
Þegar tölvudeild Bændasamtaka Íslands var sameinuð RML varð til vettvangur sem sameinaði tækni- og forritunarþekkingu starfsmanna tölvudeildar BÍ við þá fagþekkingu á skýrsluhaldi og ræktunarstarfi sem til var hjá ráðunautum RML. Í kjölfarið var farið að huga að því að byrja að móta heildstæða stefnu varðandi framtíðarþróun skýrsluhaldskerfanna.


