Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skortur á konum
Fréttir 15. maí 2018

Skortur á konum

Höfundur: vilmundur Hansen

Í lok 1. ársfjórðungs 2018 bjuggu alls 350.710 manns á Íslandi, 178.980 karlar og 171.730 konur. Samkvæmt þessu vantar 7.250 konur á Íslandi svo að jafnræði sé á milli kynja.

Landsmönnum fjölgaði um 2.120 á ársfjórðungnum eða um 0,6%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 224.000 manns en 126.710 utan þess.

Alls fæddust 970 börn á 1. ársfjórðungi 2018, en 600 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.740 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 20 umfram brottflutta. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.720 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 150 manns á 1. ársfjórðungi 2018. Alls fluttust 560 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og af þeim fluttust 370 til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Af þeim 810 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 300 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (190), Noregi (120) og Svíþjóð (90), samtals 400 manns af 580. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 770 til landsins af alls 2.530 erlendum innflytjendum. Litháen (Lietuva) kom næst, en þaðan fluttust 320 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 39.570 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.

Skylt efni: Hagstofa Íslands

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...