Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógræktarnámskeið fyrir unglinga
Líf&Starf 14. júlí 2015

Skógræktarnámskeið fyrir unglinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni bjóða upp á spennandi skógræktarnámskeið fyrir unglinga. Námskeiðið stendur í fjóra daga frá laugardegi til þriðjudags.

Á námskeiðinu verður blandað saman fræðslu og kennslu um skógrækt og spennandi leikjum og ævintýradagskrá frá skátunum.

Farið verður yfir helstu þætti skógræktar á Íslandi og erlendis, meðal annars tegundagreiningu og helstu not, landval við plöntun, verkfæri og tæki, skógræktaráætlanir, skógarfánu og flóru og margt fleira.

Þess á milli verður farið í skemmtilega dagskrá þar sem að allt sem að Úlfljótsvatn hefur uppá að bjóða verður notað. Farið verður á báta, klifrað í klifurturninum og ýmislegt annað prófa.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á ræktun og skógrækt og vilja njóta þess að fræðast um leið og tækifæri er til að kynnast hressum krökkum með svipuð áhugamál.

Leiðbeinendur koma bæði frá Útilífsmiðstöðinni og Skógræktarfélaginu þannig að það verða sérfræðingar í öllum hlutverkum.

Dagsetningar í boði: 25.júlí – 28. júlí 2015. Verð 26.500.- á mann

Allt er innifalið í gjaldinu nema rúta til og frá Úlfljótsvatni. Hægt er að bóka námskeið og rútu í bókunarforminu hér á síðunni.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...