Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Fræðsluhornið 16. október 2017

Skógardagur Norðurlands í 70 ára gömlum Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á Skógardegi Norðurlands var því fagnað að sjötíu ár eru liðin á þessu ári frá því að ræktunarstörf hófust í Kjarna með stofnun gróðrarstöðvar og fyrstu gróðursetningum á því svæði sem nú kallast Kjarnaskógur.
 
Stóðu Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi af þessu tilefni í sumar. Var þar vígt nýtt grill- og útivistarsvæði á Birkivelli.
 
Fjöldi manns kom og naut veðurblíðunnar, þess sem á dagskránni var og alls þess sem Birkivöllur í Kjarnaskógi og nágrenni hans hefur að bjóða. 
 
Nýjasta svæðið í Kjarnaskógi, Birkivöllur var tekin í notkun á Skógardeginum.
 
Ólafur Thoroddsen, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, hélt ávarp, einnig Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Tryggvi Marinósson, ræktunarmaður og skátahöfðingi, sem minnti á þau tengsl sem ávallt hafa verið milli skátastarfs og skógræktar í Kjarnaskógi. Skátar hafa unnið mörg handtök í skóginum í áranna rás og í tilefni af því söng hópur skáta á öllum aldri sameiginlegan söng skáta og skógræktarfólks, Vertu til er vorið kallar á þig, ljóð Tryggva Þorsteinssonar skátahöfðingja sem segja má að sé sprottið upp í tengslum við skógræktarstarfið í Kjarna. 
 
Rækta Yndisgarð í Kjarnaskógi
 
Á hátíðinni var einnig skrifað undir samning milli Akureyrarbæjar, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Yndisgróðurs LBHÍ um ræktun nýs Yndisgarðs í Kjarnaskógi. Undir samninginn rituðu Eiríkur Björn Björgvinsson, Ingólfur Jóhannsson og Samson Bjarnar Harðarson sem flutti síðan erindi með glærum úti í skógi í nýjum „útifundarsal“ í sitkagreniskógi sunnan við grillhúsið á Birkivelli.
 
Lummur og sveppasúpa
 
Á dagskránni var gönguferð um framkvæmdasvæðið á Birkivelli og nágrenni, ratleikur, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sýndi sveppi sem vaxa í skóginum, poppað var yfir eldi, steiktar lummur og eldað ketilkaffi. Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um tálgun fersks viðar með aðstoð konu sinnar, Eyglóar Rúnarsdóttur. Þá bauð Félag skógarbænda á Norðurlandi upp á gómsæta skógarsveppasúpu sem sló í gegn. Svo naut fólk einfaldlega veðurblíðunnar, félagsskaparins við aðra viðstadda og auðvitað skógarins með öllu sem hann hefur að bjóða. 
 
Gestum bauðst að bragða á nýbökuðum funheitum lummum.
Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...