Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum
Fréttir 9. ágúst 2021

Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur tekið jákvætt í ósk forsvarsmanna Blönduósbæjar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Sameining var samþykkt í báðum þessum sveitarfélögum í íbúakosningu í byrjun sumars. Tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu, Skagaströnd og Skagabyggð felldu þá sameiningu.

Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnavatnshrepps að áður en lagt verði í þá vegferð sem sameiningarviðræður eru telji hún rétt að leggja fyrir skoðanakönnun samhliða alþingiskosningum í lok september.

„Ástæða þess er að tryggja umboð sveitarstjórnar frá íbúum sveitarfélagsins til að fara í slíkar sameiningarviðræður,“ segir í bókun frá fundinum.

Samþykkt var á fundinum að leggja skoðanakönnun fram í þeim kosningum og mun verða lögð fram spurningin; Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?

Viðræðum verði lokið í síðasta lagi í janúar á næsta ári

Mikil undirbúningsvinna hefur þegar farið fram en sveitarstjórn segir þó að grundvallarmunur sé á þessari sameiningu en þeirri sem felld var í júní síðastliðnum. Verði niðurstöður skoðanakönnunar þær að meirihluti íbúa sveitarfélagsins vilji fara í formlegar sameiningarviðræður ætli sveitarstjórn að leggja allt kapp á að ljúka sameiningarviðræðum og kosningu eins hratt og hægt er og eigi síðar en í janúar árið 2022. Þá segir í bókun sveitarstjórnar að enn standi þeir fjármunir til boða sem lagt var upp með í fyrri viðræðum og það þrátt fyrir að formlegar viðræður hefjist ekki fyrr en í október. „Mikill og góður grunnur hefur verið lagður fyrir þessar sameiningarviðræður en þó er ljóst að nokkra vinnu þarf að leggja í nýjar viðræður,“ segir enn fremur.

Brunavarnir í þjónustusamning?

Bent er á vegna bókunar frá Blönduósbæ um undirbúning að uppsögn vegna byggðasamlaga að gerðar séu í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu athuga­­semdir við samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir Austur-Húnvetninga.

„Vegna þess ágreinings sem uppi hefur verið um rekstur byggðasamlags um brunavarnir felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hvort rekstur brunavarna hjá sveitarfélaginu sé betur kominn í þjónustusamningi milli sveitarfélaganna í stað byggðasamlags.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...