Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum
Fréttir 9. ágúst 2021

Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur tekið jákvætt í ósk forsvarsmanna Blönduósbæjar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Sameining var samþykkt í báðum þessum sveitarfélögum í íbúakosningu í byrjun sumars. Tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu, Skagaströnd og Skagabyggð felldu þá sameiningu.

Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnavatnshrepps að áður en lagt verði í þá vegferð sem sameiningarviðræður eru telji hún rétt að leggja fyrir skoðanakönnun samhliða alþingiskosningum í lok september.

„Ástæða þess er að tryggja umboð sveitarstjórnar frá íbúum sveitarfélagsins til að fara í slíkar sameiningarviðræður,“ segir í bókun frá fundinum.

Samþykkt var á fundinum að leggja skoðanakönnun fram í þeim kosningum og mun verða lögð fram spurningin; Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?

Viðræðum verði lokið í síðasta lagi í janúar á næsta ári

Mikil undirbúningsvinna hefur þegar farið fram en sveitarstjórn segir þó að grundvallarmunur sé á þessari sameiningu en þeirri sem felld var í júní síðastliðnum. Verði niðurstöður skoðanakönnunar þær að meirihluti íbúa sveitarfélagsins vilji fara í formlegar sameiningarviðræður ætli sveitarstjórn að leggja allt kapp á að ljúka sameiningarviðræðum og kosningu eins hratt og hægt er og eigi síðar en í janúar árið 2022. Þá segir í bókun sveitarstjórnar að enn standi þeir fjármunir til boða sem lagt var upp með í fyrri viðræðum og það þrátt fyrir að formlegar viðræður hefjist ekki fyrr en í október. „Mikill og góður grunnur hefur verið lagður fyrir þessar sameiningarviðræður en þó er ljóst að nokkra vinnu þarf að leggja í nýjar viðræður,“ segir enn fremur.

Brunavarnir í þjónustusamning?

Bent er á vegna bókunar frá Blönduósbæ um undirbúning að uppsögn vegna byggðasamlaga að gerðar séu í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu athuga­­semdir við samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir Austur-Húnvetninga.

„Vegna þess ágreinings sem uppi hefur verið um rekstur byggðasamlags um brunavarnir felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hvort rekstur brunavarna hjá sveitarfélaginu sé betur kominn í þjónustusamningi milli sveitarfélaganna í stað byggðasamlags.“

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...