Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum
Fréttir 9. ágúst 2021

Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur tekið jákvætt í ósk forsvarsmanna Blönduósbæjar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Sameining var samþykkt í báðum þessum sveitarfélögum í íbúakosningu í byrjun sumars. Tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu, Skagaströnd og Skagabyggð felldu þá sameiningu.

Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnavatnshrepps að áður en lagt verði í þá vegferð sem sameiningarviðræður eru telji hún rétt að leggja fyrir skoðanakönnun samhliða alþingiskosningum í lok september.

„Ástæða þess er að tryggja umboð sveitarstjórnar frá íbúum sveitarfélagsins til að fara í slíkar sameiningarviðræður,“ segir í bókun frá fundinum.

Samþykkt var á fundinum að leggja skoðanakönnun fram í þeim kosningum og mun verða lögð fram spurningin; Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?

Viðræðum verði lokið í síðasta lagi í janúar á næsta ári

Mikil undirbúningsvinna hefur þegar farið fram en sveitarstjórn segir þó að grundvallarmunur sé á þessari sameiningu en þeirri sem felld var í júní síðastliðnum. Verði niðurstöður skoðanakönnunar þær að meirihluti íbúa sveitarfélagsins vilji fara í formlegar sameiningarviðræður ætli sveitarstjórn að leggja allt kapp á að ljúka sameiningarviðræðum og kosningu eins hratt og hægt er og eigi síðar en í janúar árið 2022. Þá segir í bókun sveitarstjórnar að enn standi þeir fjármunir til boða sem lagt var upp með í fyrri viðræðum og það þrátt fyrir að formlegar viðræður hefjist ekki fyrr en í október. „Mikill og góður grunnur hefur verið lagður fyrir þessar sameiningarviðræður en þó er ljóst að nokkra vinnu þarf að leggja í nýjar viðræður,“ segir enn fremur.

Brunavarnir í þjónustusamning?

Bent er á vegna bókunar frá Blönduósbæ um undirbúning að uppsögn vegna byggðasamlaga að gerðar séu í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu athuga­­semdir við samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir Austur-Húnvetninga.

„Vegna þess ágreinings sem uppi hefur verið um rekstur byggðasamlags um brunavarnir felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hvort rekstur brunavarna hjá sveitarfélaginu sé betur kominn í þjónustusamningi milli sveitarfélaganna í stað byggðasamlags.“

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...