Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skjót viðbrögð ráðherra
Fréttir 23. október 2023

Skjót viðbrögð ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Smáframleiðendur munu ekki þurfa að sækja um sérstakt starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits til að geta tekið þátt í matarmarkaði, öðlist drög að breytingu að reglugerð gildi.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins skrifaði Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, grein þar sem hún gagnrýndi þá túlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á lögum um matvæli að þeim sé skylt að krefjast þess að framleiðendur forpakkaðra matvæla þurfi að sækja um tímabundið starfsleyfi til að taka þátt í matarmarkaði. Matvælaráðuneytið hefur nú kynnt til samráðs í Samráðsgátt drög að breytingu á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum. Lagt er til að sú reglugerð gildi einnig um sölu matvælaframleiðenda sem hafa gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi á forpökkuðum matvælum á matarmörkuðum þar sem skipuleggjendur/ ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi frá heilbrigðiseftirlit svæðisins fyrir viðburðinum. Er það í takt við tillögu sem Oddný Anna segir að Samtök smáframleiðenda hafi lagt til í tölvupósti til ráðuneytisins og í samræmi við það sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sögðust einnig hafa lagt til. Hægt er að senda til umsagnir til 26. október.

Skylt efni: smáframleiðendur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f