Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skjót viðbrögð ráðherra
Fréttir 23. október 2023

Skjót viðbrögð ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Smáframleiðendur munu ekki þurfa að sækja um sérstakt starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits til að geta tekið þátt í matarmarkaði, öðlist drög að breytingu að reglugerð gildi.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins skrifaði Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, grein þar sem hún gagnrýndi þá túlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á lögum um matvæli að þeim sé skylt að krefjast þess að framleiðendur forpakkaðra matvæla þurfi að sækja um tímabundið starfsleyfi til að taka þátt í matarmarkaði. Matvælaráðuneytið hefur nú kynnt til samráðs í Samráðsgátt drög að breytingu á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum. Lagt er til að sú reglugerð gildi einnig um sölu matvælaframleiðenda sem hafa gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi á forpökkuðum matvælum á matarmörkuðum þar sem skipuleggjendur/ ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi frá heilbrigðiseftirlit svæðisins fyrir viðburðinum. Er það í takt við tillögu sem Oddný Anna segir að Samtök smáframleiðenda hafi lagt til í tölvupósti til ráðuneytisins og í samræmi við það sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sögðust einnig hafa lagt til. Hægt er að senda til umsagnir til 26. október.

Skylt efni: smáframleiðendur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...