Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Skjót viðbrögð ráðherra
Fréttir 23. október 2023

Skjót viðbrögð ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Smáframleiðendur munu ekki þurfa að sækja um sérstakt starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits til að geta tekið þátt í matarmarkaði, öðlist drög að breytingu að reglugerð gildi.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins skrifaði Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, grein þar sem hún gagnrýndi þá túlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á lögum um matvæli að þeim sé skylt að krefjast þess að framleiðendur forpakkaðra matvæla þurfi að sækja um tímabundið starfsleyfi til að taka þátt í matarmarkaði. Matvælaráðuneytið hefur nú kynnt til samráðs í Samráðsgátt drög að breytingu á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum. Lagt er til að sú reglugerð gildi einnig um sölu matvælaframleiðenda sem hafa gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi á forpökkuðum matvælum á matarmörkuðum þar sem skipuleggjendur/ ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi frá heilbrigðiseftirlit svæðisins fyrir viðburðinum. Er það í takt við tillögu sem Oddný Anna segir að Samtök smáframleiðenda hafi lagt til í tölvupósti til ráðuneytisins og í samræmi við það sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sögðust einnig hafa lagt til. Hægt er að senda til umsagnir til 26. október.

Skylt efni: smáframleiðendur

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...