Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skipulag í 100 ár
Á faglegum nótum 11. nóvember 2016

Skipulag í 100 ár

Höfundur: Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ

Fyrsta ritið um skipulagsmál á Íslandi, Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson, kom út árið 1916 sem fylgirit með Árbók Háskóla Íslands. Það vakti mikla athygli og er í raun hornsteinn íslenskrar skipulagsmenningar.

Í því fjallar Guðmundur um málefni sem við glímum við enn í dag eins og þéttingu byggðar, íbúalýðræði, lýðheilsu, græn svæði og gatnagerð.

Sigríður Kristjánsdóttir.

Um skipulag bæja er fræðilegur grunnur fyrstu skipulagslaganna á Íslandi, en hliðstæð löggjöf var ekki til á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt lögum frá 1921 bar Stjórnarráðinu að skipa skipulagsnefnd fyrir allt landið og Guðmundur átti sæti í fyrstu nefndinni. Átta kaupstaðir og 14 kauptún voru skipulagsskyld. Nefndarmennirnir Guðjón Samúelsson og Guðmundur ferðuðust um landið til að leið- beina um skipulag einstakra bæja. Skipulagsuppdrættir þeirra báru vott um framsýni og metnað. Þeim var þó sjaldnast fylgt alveg eftir en höfðu samt víðtæk áhrif á íslenska bæi.

Um skipulag bæja er skrifað af metnaði. Ritið er 136 blaðsíður með skýringarmyndum og ljósmyndum, íslenskum og erlendum. Í því birtist ný hugsun með áherslu á gott skipulag, þannig að fólki líði vel í híbýlum sínum og bæjarumhverfið sé sniðið að þörfum þess og tryggi því nægt aðgengi að lofti og ljósi.

Ritið er í senn gagnrýni á stöðu mála hér á landi og framtíðarsýn á hvernig megi byggja upp bæi á Íslandi.

Í fyrri kafla ritsins, „Bæir vorir og sjávarþorp“, rökstyður Guðmundur bæjarvöxt á Íslandi þar sem þá var bylting í þéttbýlismyndun.

Seinni kaflinn, „Um skipulag bæja“, snýst um hvernig byggja eigi bæi á Íslandi, hverju huga þurfi að við skipulag bæja og gefin uppskrift að bæ fyrir íslenskar aðstæð- ur. Guðmundur lagði áherslu á átta atriði.

1. Höfn og landareign Þar sem að flestir í bæjum landsins störfuðu við sjávarútveg lagði hann áherslu á höfnina. Góð aðstaða til sjávarútvegs væri forsenda fyrir því að bæirnir gætu vaxið og dafnað.

2. Greining bæjarhluta Guðmundi þótti öllu ægja saman í íslenskum þorpum: fjósum og búðum, fjárhúsum og íbúðarhúsum, sláturhúsum og sjúkrahúsum. Nauðsyn væri að skipta bænum upp eftir landnotkunarflokkum.

3. Götur og gatnaskipun Hann vildi fella gatnagerð að landslaginu og huga að því að götur fela oft línur og lagnir. Hann flokkaði götur í flutningsgötur, verslunargötur og íbúðagötur. Guðmundur lagði áherslu á samhengi götubreiddar og hæðar húsa svo sólskin næði til jarðar þótt sól væri lágt á lofti.

4. Byggingareitir. Húsaskipun Byggingareitir afmarkast af götum. Lögun þeirra, stærð og staða húss skiptir miklu máli fyrir rýmismyndun bæjarins.

5. Stærð húsa og gerð Hús þurfa að vera fjölbreytt svo allir fái íbúð við hæfi. Hann kynnti margbýlishús (blokkir) og taldi gallana við þau fleiri en kostina. Hann lagði til lítil, sambyggð einbýlishús en sú tillaga minnir á nýrri umræðu um smáhýsi.

6. Vellir og torg Guðmundur ræðir um ólíkar gerðir torga; bryggjutorg, lestatorg (fyrir hestalestir sem koma til bæjarins), gatnamótatorg og mikilvægi þeirra.

7. Sýnishorn af skipulagi bæja Uppskrift að íslenskum fyrirmyndarbæ, þ.e. dæmi um skipulag íslensks útvegsbæjar, var kynnt, sem þyrfti að heimafæra á hverjum stað fyrir sig.

8. Endurbætur á skipulag Guðmundur taldi unnt að bæta skipulag bæja á Íslandi ef vilji væri fyrir því. Guðmundur ræðir um þá list að skipuleggja og um skortinn á hæfum mönnum til þess. Með meistaranámi í skipulagsfræðum á Íslandi er núna verið að fylla í þetta skarð en árið 2009 var stofnuð námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskólann.

 

Skylt efni: skipulagsmál

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...