Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eiríkur Blöndal til vinstri og Sigurður Eyþórsson.
Eiríkur Blöndal til vinstri og Sigurður Eyþórsson.
Mynd / Samsett mynd
Fréttir 17. mars 2015

Skipt um framkvæmdastjóra hjá Bændasamtökum Íslands

Eiríkur Blöndal  mun að eigin ósk láta af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu mánaðamót.  Stjórn Bændasamtakanna hefur ákveðið að ráða Sigurð Eyþórsson sem framkvæmdastjóra BÍ  frá 1. apríl n.k. 

Var þetta tilkynnt á fundi með starfsmönnum  Bændasamtakanna í morgun.

Eiríkur hóf störf sem framkvæmdastjóri samtakanna í byrjun árs 2008. Næstu mánuði mun hann sinna verkefnum tengdum fasteignaþróun hjá  Hótel Sögu ehf., en auk þess er hann með búskap á Jaðri í Borgarfirði sem hann hyggst efla. 
 
Sigurður er 44 ára, fæddur að Kaldaðarnesi í Flóa í Árnessýslu. Hann hefur starfað fyrir samtök bænda frá árinu 2007, sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts,  auk hlutastarfs fyrir Bændasamtökin.  Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
 
Sigurður er kvæntur Sigríði Zoëga hjúkrunarfræðingi.
 
 
Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...