Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skipað í verðlagsnefnd búvara
Mynd / smh
Fréttir 23. október 2019

Skipað í verðlagsnefnd búvara

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað í verðlagsnefnd búvara. Friðrik Már Baldursson verður áfram formaður nefndarinnar.

Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherrann skipar sjálfur formann nefndarinnar.

Starf nefndarinnar er skýrt afmarkað í búvörulögum en hlutverk hennar er að tryggja hagsmuni allra í virðiskeðjunni frá bónda til neytenda. Nefndin ákvarðar afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verðákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Tvö megin vinnugögn eru til umræðu í nefndinni hverju sinni. Annars vegar verðlagsgrundvöllur kúabús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar. 

Samtök launþega, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands, hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Í samræmi við ákvæði búvörulaga féll það því í hlut félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa. 

Verðlagsnefnd búvara er þannig skipuð:

  • Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Guðrún Lárusdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Pálmi Vilhjálmsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Ragnar Árnason, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra

Einnig hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipað Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...