Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skilaréttur leiðir til hærra matvöruverðs
Fréttir 13. mars 2015

Skilaréttur leiðir til hærra matvöruverðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkeppniseftirlitið segir í nýrri skýrslu að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Brýnt er að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum, aðallega kjötvörum, sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér enda leiðir hún til hærra matvælaverðs.

Í skýrslunni segir að lengi hafi tíðkast að dagvöruverslanir hafi skilarétt á vörum sem þær kaupa af birgjum. Í því felst að verslanirnar geta skilað og fengið endurgreiddar vörur sem ekki seljast fyrir síðasta ráðlagða söludag. Á þetta einnig við um viðkvæmar vörur eins og t.d. ferskar kjötvörur. Samkvæmt ábendingum sem borist hafa Samkeppniseftirlitinu hefur þetta leitt til mikillar sóunar á matvælum þar sem ekki er unnt að nýta ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum, nema að takmörkuðu leyti.

Að mati Samkeppniseftirlitsins er brýnt að taka til skoðunar hvort endurskoða beri núgildandi samningsákvæði um skilarétt dagvöruverslana á vörum. Ástæða er til þess að ætla að einhliða skilaréttur sem hvílir á birgjum, sé til þess fallinn að draga úr hvata dagvöruverslunarinnar til þess að koma vörum í sölu, eftir atvikum með því að lækka verð þegar líður að síðasta söludegi. Af þessu hlýst sóun á matvöru sem leiðir jafnframt til hærra vöruverðs. Þá er ljóst að núverandi fyrirkomulag dregur úr hvata dagvöruverslana til að stýra innkaupum og framboði á viðkvæmum ferskum vörum í samræmi við raunverulega eftirspurn þar sem áhætta vegna rýrnunar hvílir nær alfarið á birgjum.

Brýnt er að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum, aðallega kjötvörum, sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Hvetur eftirlitið því bæði birgja og verslanir til að endurskoða núverandi verklag hvað þetta áhrærir til að koma í veg fyrir matarsóun og stuðla þannig að lækkuðu verði til neytenda.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...