Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skil á gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir
Fréttir 30. október 2015

Skil á gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur sent öllum þeim sem skráðir eru eigendur eða umráðamenn búfjár í gagnagrunninum Bústofni bréf

Í bréfinu er minnt á að samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember næst komandi um búfjáreign, fóður og landstærðir.

Með nýjum lögum um búfjárhald var heimild veitt til að eingöngu verði um rafræn skil að ræða og hefur því verið horfið frá notkun haustskýrslu eyðublaða og þess í stað tekin upp rafræn skil á vefslóðinni www.bustofn.is.

Sérstaklega er minnt á að hestar teljast til búfjár og skulu eigendur hesta ganga frá haustskýrslu eins og aðrir búfjáreigendur fyrir 20. nóvember næst komandi
Búfjáreigendur eru hvattir til að ganga frá skilum á skýrslum fyrir tilsettan tíma og komast þannig hjá óþarfa kostnaði sem hlýst af  heimsóknum eftirlitsmanna vegna vanskila á skýrslum.

Bréf Mast til umráðamanna búfjár.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...