Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Skemmtilegt veiðisvæði og fjölbreytt

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er eitthvað sem heillar mig við þetta svæði,“ sagði veiðimaður í samtali við tíðindamann Bændablaðsins á dögunum.
 
„Saurbærinn, Skarðsströndin, Fellsströndin og Dalirnir,“ sagði veiðimaðurinn.
 
„Ég  fór í þrjár laxveiðiár á svæðinu í sumar  og tvær í fyrra, þær gáfu vel af fiski.“
 
 Já, við skulum aðeins kíkja á svæðið sem er verið að tala um.
 
„Lokatölurnar úr Hvolsá eru 320  laxar og um 200 bleikjur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal, er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum sem gáfu vel í sumar.
 
„Sleppingar og lagfæringar í lóninu er að skila sér, fiskurinn stoppar minna í lóninu,“ sagði Þórarinn enn fremur.
 
Sett í tvær sleppitjarnir
 
Sett var í tvær sleppitjarnir, eina í Hvolsá og eina í Staðarhólsá, sem hafa skilað vel af fiski og veiðin verður jafnari en verið hefur.
 
Krossá gaf 91 lax en  áin var að skipta um hendur. Svisslendingar  voru að taka hana á leigu, en Hreggnasi sleppti takinu á henni eftir nokkur ár.  Svisslendingarnir eiga  Búðardalsá að langstærstum hluta. Búðardalsá  gaf  331 lax og Íslendingar sem voru við veiðar í henni í ágúst fengu fína veiði enda hafði rignt aðeins.
 
Svisslendingar leigja fleiri veiðiár á þessum slóðum, Dunká og Álftá líka. Tímarnir breytast og svona er þetta bara. Erlendur veiðimaður er kominn með Hítará.
 
170 laxar í Flekkudalsá
 
„Flekkudalsáin endaði í 170 löxum,“ sagði Ingólfur Helgason leigutaki. Margir fara í Flekkudalsá á hverju ári til að renna fyrir fiska, þar er fallegt við ána og veiðivon töluverð. 
 
„Við enduðum veiðina í Laxá í Dölum í 1207,“ sagði Haraldur Eiríksson, sem er töluvert betra en í fyrra. Og það veiddust nokkrir vænir laxar í sumar í henni.
 
Haukadalsá endaði í 629 þetta sumarið. Miðá kom vel út í sumar og þar veiddust 374 laxar og hellingur af bleikju. 
 
Veiðilendurnar eru víða í Dölunum, Efri-Haukadalsá,  Miðá, Hörðudalsá, Strauma og Dunká.
 
„Það má veiða á flugu og maðk í nokkrum af þessum veiðiám, krakkarnir geta veitt og fengið fína veiði, bleikjan er enn þá til á svæðinu. Við fengum flottar bleikjur á fluguna, tveggja, þriggja punda, en gaman að fá bleikjuna til að taka hana. Þetta er að líða undir lok, þessi bleikjuveiði, víða, samt ekki alls staðar,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Skylt efni: Dalir | stangaveiði | stangveiði

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...