Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Skemmtilegt veiðisvæði og fjölbreytt

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er eitthvað sem heillar mig við þetta svæði,“ sagði veiðimaður í samtali við tíðindamann Bændablaðsins á dögunum.
 
„Saurbærinn, Skarðsströndin, Fellsströndin og Dalirnir,“ sagði veiðimaðurinn.
 
„Ég  fór í þrjár laxveiðiár á svæðinu í sumar  og tvær í fyrra, þær gáfu vel af fiski.“
 
 Já, við skulum aðeins kíkja á svæðið sem er verið að tala um.
 
„Lokatölurnar úr Hvolsá eru 320  laxar og um 200 bleikjur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal, er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum sem gáfu vel í sumar.
 
„Sleppingar og lagfæringar í lóninu er að skila sér, fiskurinn stoppar minna í lóninu,“ sagði Þórarinn enn fremur.
 
Sett í tvær sleppitjarnir
 
Sett var í tvær sleppitjarnir, eina í Hvolsá og eina í Staðarhólsá, sem hafa skilað vel af fiski og veiðin verður jafnari en verið hefur.
 
Krossá gaf 91 lax en  áin var að skipta um hendur. Svisslendingar  voru að taka hana á leigu, en Hreggnasi sleppti takinu á henni eftir nokkur ár.  Svisslendingarnir eiga  Búðardalsá að langstærstum hluta. Búðardalsá  gaf  331 lax og Íslendingar sem voru við veiðar í henni í ágúst fengu fína veiði enda hafði rignt aðeins.
 
Svisslendingar leigja fleiri veiðiár á þessum slóðum, Dunká og Álftá líka. Tímarnir breytast og svona er þetta bara. Erlendur veiðimaður er kominn með Hítará.
 
170 laxar í Flekkudalsá
 
„Flekkudalsáin endaði í 170 löxum,“ sagði Ingólfur Helgason leigutaki. Margir fara í Flekkudalsá á hverju ári til að renna fyrir fiska, þar er fallegt við ána og veiðivon töluverð. 
 
„Við enduðum veiðina í Laxá í Dölum í 1207,“ sagði Haraldur Eiríksson, sem er töluvert betra en í fyrra. Og það veiddust nokkrir vænir laxar í sumar í henni.
 
Haukadalsá endaði í 629 þetta sumarið. Miðá kom vel út í sumar og þar veiddust 374 laxar og hellingur af bleikju. 
 
Veiðilendurnar eru víða í Dölunum, Efri-Haukadalsá,  Miðá, Hörðudalsá, Strauma og Dunká.
 
„Það má veiða á flugu og maðk í nokkrum af þessum veiðiám, krakkarnir geta veitt og fengið fína veiði, bleikjan er enn þá til á svæðinu. Við fengum flottar bleikjur á fluguna, tveggja, þriggja punda, en gaman að fá bleikjuna til að taka hana. Þetta er að líða undir lok, þessi bleikjuveiði, víða, samt ekki alls staðar,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Skylt efni: Dalir | stangaveiði | stangveiði

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Heilgrilluð nautalund
30. apríl 2021

Heilgrilluð nautalund

Slök frammistaða
16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Notalegt hálsskjól
18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund