Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skandinavísk  léttvín
Fréttir 13. júlí 2015

Skandinavísk léttvín

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna.

Bændur í Danmörku og á Skáni í Svíþjóð eru þegar farnir að prófa sig áfram með þrúgur og þar sem best gengur eru þeir farnir að framleiða rauð- og hvítvín. Nyrsta vínrækt í Evrópu telst núna vera á býli sem er skammt utan við Malmö í Svíþjóð þar sem er að finna um 20.000 vínviðarplöntur í ræktun.

Heimilisfólk á bænum segir að samkvæmt skráningum hafi mánuður bæst við ræktunartímabilið hjá þeim síðustu fjörutíu árin og það hafi gert þeim kleift að hefja vínviðarræktun fyrir fimmtán árum. Mælingar sýna að hitastig á Skáni hefur hækkað um 2° Celsíus frá þarsíðustu aldamótum.

Vínrækt er einnig talsverð í suðurhéruðum Bretlands, Kent og Sussex, þar sem er framleitt talsvert af freyðivíni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...