Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skandinavísk  léttvín
Fréttir 13. júlí 2015

Skandinavísk léttvín

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna.

Bændur í Danmörku og á Skáni í Svíþjóð eru þegar farnir að prófa sig áfram með þrúgur og þar sem best gengur eru þeir farnir að framleiða rauð- og hvítvín. Nyrsta vínrækt í Evrópu telst núna vera á býli sem er skammt utan við Malmö í Svíþjóð þar sem er að finna um 20.000 vínviðarplöntur í ræktun.

Heimilisfólk á bænum segir að samkvæmt skráningum hafi mánuður bæst við ræktunartímabilið hjá þeim síðustu fjörutíu árin og það hafi gert þeim kleift að hefja vínviðarræktun fyrir fimmtán árum. Mælingar sýna að hitastig á Skáni hefur hækkað um 2° Celsíus frá þarsíðustu aldamótum.

Vínrækt er einnig talsverð í suðurhéruðum Bretlands, Kent og Sussex, þar sem er framleitt talsvert af freyðivíni.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...