Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skandinavísk  léttvín
Fréttir 13. júlí 2015

Skandinavísk léttvín

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna.

Bændur í Danmörku og á Skáni í Svíþjóð eru þegar farnir að prófa sig áfram með þrúgur og þar sem best gengur eru þeir farnir að framleiða rauð- og hvítvín. Nyrsta vínrækt í Evrópu telst núna vera á býli sem er skammt utan við Malmö í Svíþjóð þar sem er að finna um 20.000 vínviðarplöntur í ræktun.

Heimilisfólk á bænum segir að samkvæmt skráningum hafi mánuður bæst við ræktunartímabilið hjá þeim síðustu fjörutíu árin og það hafi gert þeim kleift að hefja vínviðarræktun fyrir fimmtán árum. Mælingar sýna að hitastig á Skáni hefur hækkað um 2° Celsíus frá þarsíðustu aldamótum.

Vínrækt er einnig talsverð í suðurhéruðum Bretlands, Kent og Sussex, þar sem er framleitt talsvert af freyðivíni.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...