Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skammtímaleyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun
Fréttir 15. júlí 2016

Skammtímaleyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Orkustofnun hefur veitt bændum og hagsmunaaðilum í Landbroti og Meðallandi tvö leyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun. Um er að ræða skammtímaleyfi til eins árs.

Annars vegar skammtímaleyfi til 15. ágúst næst komandi til vatnsveitu úr Skaftá í Árkvíslar í landi Ár, með því að rjúfa varnargarð að hluta til að bregðast við bráðavanda sem stafar af lægstu grunnvatnsstöðu í Eldhrauni.

Hins vegar leyfi til eins ár til að veita vatni á sama stað við útfall Árkvíslar í þeim tilgangi að færa rennsli Árkvíslar í sama horf og var fyrir hlaup í Skaftá haustið 2016.

Í tilkynningu frá Orkustofnun kemur fram að um skammtímalausn og skammtímaleyfi sé að ræða til þess að bregðast við bráðavanda, óvenju lágri grunnvatnsstöðu í jarðlögum Eldhrauns eins og kemur fram í Fljótsbotni í Meðallandi og í lækjum í Landbroti, en þ.m.t. Grenlæk sem er á náttúruminjaskrá.

Lífríki vatna í hættu
Að mati Orkustofnunar er lífríki vatna í hættu auk þess sem brunnvatn bænda á svæðinu hefur takmarkast verulega og hefur til dæmis aldrei verið lægra en þegar það hefur áður mælst lægst, sem var árið 1998.

Leyfin eru bundin skilyrðum um vöktun, og að tryggt verði að varnargarður við útfall Árkvísla haldist stöðugur þótt skarð sé rofið í hann. Þess verði gætt að aukið vatnsrennsli um Árkvíslar vegna aðgerðarinnar verði aldrei til þess að stofna í hættu eða yfirlesta önnur vatnsveitumannvirki á svæðinu, svo sem varnargarða í landi Múla, brú á Þjóðvegi 1 eða að varnargarðar við veginn verði aldrei í hættu vegna aukins rennslis um Árkvíslar og Brest.

Unnið að langtímalausn
Orkustofnun vekur athygli á því í leyfisveitingum sínum að mikilvægt sé að unnið verði á næsta ári að heildarsýn og langtímalausn á fyrirkomulagi og þróun vatnamála í tengslum við rennsli Skaftár, í Meðallandi og Landbroti og jafnvel ofar.

Sú heildarsýn þarf að verða til með aðkomu sveitarfélagsins og allra helstu hagsmunaaðila enda málið talsvert flókið, bæði vatnsrennslið sjálft og hagsmunir ólíkir og gæta þurfi að umhverfisþáttum þegar sýnin er mótuð m.a. með vísan til ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum.

Skylt efni: Orkustofnun | Skaftá | Eldhraun

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...