Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga
Fréttir 1. nóvember 2022

Sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Talsvert brotnaði af trjám í Laugalandsskógi á Þelamörk í Hörgársveit í norðanáhlaupinu á dögunum. Þau tepptu umferð um göngustíga og gátu valdið hættu.

Ingólfur Jóhannsson, fram­kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að svo hafi háttað til að starfsmenn félagsins voru önnum kafnir við alls kyns verkefni, keppst er við að grisja frá stígum fyrir veturinn, byggja upp leiksvæði og einnig er verið að reisa nýja tjaldskemmu sem á að hýsa sögunaraðstöðu félagsins ásamt því að skjóta skjólshúsi yfir nýja snjótroðarann. Hann verður að líkindum settur í skip í Þýskalandi í kringum næstu mánaðamót.

Skógarhjónin og bjargvættirnir Sigurður Sæmundsson, stjórnarmaður SE og Ólöf Hörn Erlingsdóttir, fyrrverandi starfsmaður félagsins, bönkuðu snarlega upp á hjá skógræktarfélaginu, fengu lánuð tæki og tól sem vantaði upp á þeirra eigin og snöruðu sér svo út á Þelamörkina til að bjarga þar málum „Við erum svo sannarlega heppin og mjög þakklát fyrir þessa aðstoð sem þau hjónin veittu okkur,“ segir Ingólfur.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...