Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Ólöf Hörn Erlendsdóttir lét sitt ekki eftir liggja við hreinsunarstörfin í skóginum.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga
Fréttir 1. nóvember 2022

Sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Talsvert brotnaði af trjám í Laugalandsskógi á Þelamörk í Hörgársveit í norðanáhlaupinu á dögunum. Þau tepptu umferð um göngustíga og gátu valdið hættu.

Ingólfur Jóhannsson, fram­kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að svo hafi háttað til að starfsmenn félagsins voru önnum kafnir við alls kyns verkefni, keppst er við að grisja frá stígum fyrir veturinn, byggja upp leiksvæði og einnig er verið að reisa nýja tjaldskemmu sem á að hýsa sögunaraðstöðu félagsins ásamt því að skjóta skjólshúsi yfir nýja snjótroðarann. Hann verður að líkindum settur í skip í Þýskalandi í kringum næstu mánaðamót.

Skógarhjónin og bjargvættirnir Sigurður Sæmundsson, stjórnarmaður SE og Ólöf Hörn Erlingsdóttir, fyrrverandi starfsmaður félagsins, bönkuðu snarlega upp á hjá skógræktarfélaginu, fengu lánuð tæki og tól sem vantaði upp á þeirra eigin og snöruðu sér svo út á Þelamörkina til að bjarga þar málum „Við erum svo sannarlega heppin og mjög þakklát fyrir þessa aðstoð sem þau hjónin veittu okkur,“ segir Ingólfur.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...