Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða.
Mynd / Snorri Már Skúlason
Fréttir 28. febrúar 2017

Sjálfboðaliðar gangi ekki í almenn störf launafólks

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu á dögunum undir sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða á vinnumarkaði. 
 
Samtökin árétta að það er andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja og lögbýla. Báðir aðilar eru sammála um mikilvægi þess að fara eftir leikreglum á vinnumarkaði en ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða sem byggja á langri venju og sátt hefur verið um, s.s. um störf í smalamennskum og réttum. 
Í yfirlýsingunni segir að samtök á vinnumarkaði hafi axlað sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Markmið samtaka atvinnurekenda og launafólks er að tryggja áfram samkeppnishæfan vinnumarkað þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum. Þeir bera þá skyldu að fylgja því eftir að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það sé sameiginlegt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki og lögbýli í framleiðslu eða þjónustu, greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga og lög hér á landi. 
Sameiginlegur skilningur mikilvægur
 
Ef kjarasamningar eru ekki virtir grefur það undan starfsemi annarra og spillir forsendum eðlilegrar samkeppni og dregur úr ávinningi alls samfélagsins af traustu og heilbrigðu atvinnulífi. Í því ljósi telja Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands mikilvægt að sameiginlegur skilningur gildi á vinnumarkaði um störf sjálfboðaliða. Launafólki verður ekki skipt út fyrir sjálfboðaliða og samningar við einstaklinga um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir. 
 
Í yfirlýsingu BÍ og SGS var vikið að því að sjálfboðaliðastörf eigi sér langa sögu og eru mikilvæg þeim aðilum sem vinna í þágu almannaheilla að góðgerðar-, menningar- eða mannúðarmálum. 
 
„Sjálfboðaliðastörf eiga sér einnig langa sögu í afmörkuðum verkum í landbúnaði með vinnuframlagi vina og ættingja í mjög skamman tíma, t.d. í göngum og réttum. 
 
Ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða enda byggi þau á langri venju og sátt hefur verið um,“ sagði í yfirlýsingunni sem Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, skrifuðu undir fyrir hönd sinna samtaka.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...