Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða.
Mynd / Snorri Már Skúlason
Fréttir 28. febrúar 2017

Sjálfboðaliðar gangi ekki í almenn störf launafólks

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu á dögunum undir sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða á vinnumarkaði. 
 
Samtökin árétta að það er andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja og lögbýla. Báðir aðilar eru sammála um mikilvægi þess að fara eftir leikreglum á vinnumarkaði en ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða sem byggja á langri venju og sátt hefur verið um, s.s. um störf í smalamennskum og réttum. 
Í yfirlýsingunni segir að samtök á vinnumarkaði hafi axlað sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Markmið samtaka atvinnurekenda og launafólks er að tryggja áfram samkeppnishæfan vinnumarkað þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum. Þeir bera þá skyldu að fylgja því eftir að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það sé sameiginlegt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki og lögbýli í framleiðslu eða þjónustu, greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga og lög hér á landi. 
Sameiginlegur skilningur mikilvægur
 
Ef kjarasamningar eru ekki virtir grefur það undan starfsemi annarra og spillir forsendum eðlilegrar samkeppni og dregur úr ávinningi alls samfélagsins af traustu og heilbrigðu atvinnulífi. Í því ljósi telja Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands mikilvægt að sameiginlegur skilningur gildi á vinnumarkaði um störf sjálfboðaliða. Launafólki verður ekki skipt út fyrir sjálfboðaliða og samningar við einstaklinga um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir. 
 
Í yfirlýsingu BÍ og SGS var vikið að því að sjálfboðaliðastörf eigi sér langa sögu og eru mikilvæg þeim aðilum sem vinna í þágu almannaheilla að góðgerðar-, menningar- eða mannúðarmálum. 
 
„Sjálfboðaliðastörf eiga sér einnig langa sögu í afmörkuðum verkum í landbúnaði með vinnuframlagi vina og ættingja í mjög skamman tíma, t.d. í göngum og réttum. 
 
Ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða enda byggi þau á langri venju og sátt hefur verið um,“ sagði í yfirlýsingunni sem Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, skrifuðu undir fyrir hönd sinna samtaka.
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...