Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands.
Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands.
Mynd / MHH
Fréttir 7. febrúar 2018

Sigrún og Sigríður fengu hvor sínar 750.000 krónurnar í styrki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þann 11. janúar síðastliðinn voru veittir styrkir til náms úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands.  Styrkþegar að þessu sinni voru tveir og fengu hvor um sig 750.000 krónur.  
 
Annars vegar var það Sigríður Jónsdóttir til að vinna að MA-verkefni sínu „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, reynsla bænda, aðferðir og árangur“.  Markmið verkefnis er að afla þekkingar meðal bænda, sem hafa unnið að uppgræðslu á hálendinu, til að geta nýtt og miðlað þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en nú er gert. Hins vegar fékk Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir styrk til að vinna að MA-verkefni sínu „Málefni Breiðamerkursands og evrópski landslagssáttmálinn“. Markmið verkefnis er að kanna hvaða áhrif evrópski landslagssáttmálinn gæti haft á málefni Breiðamerkursands. Styrkurinn var afhentur af forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sigrún Inga er í námi við Háskóla Íslands og Sigríður við Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Sigurður með viðurkenninguna og blómvönd, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni stjórnar SASS, og hr. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
 
Sigurður hlaut menntaverðlaun Suðurlands
 
Við sama tækifæri og styrkirnir voru afhentir úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands veittu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) menntaverðlaun samtakanna fyrir árið 2017. 
 
Þrjár tilnefningar bárust. Stjórn SASS var sammála um að verðlaunin færu til Sigurðar Sigursveinssonar, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands og fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Sigurður tók auðmjúkur við verðlaununum um leið og hann þakkaði fyrir sig og það góða starfsfólk sem hefur unnið með honum í gegnum árin. 
Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...