Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands.
Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands.
Mynd / MHH
Fréttir 7. febrúar 2018

Sigrún og Sigríður fengu hvor sínar 750.000 krónurnar í styrki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þann 11. janúar síðastliðinn voru veittir styrkir til náms úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands.  Styrkþegar að þessu sinni voru tveir og fengu hvor um sig 750.000 krónur.  
 
Annars vegar var það Sigríður Jónsdóttir til að vinna að MA-verkefni sínu „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, reynsla bænda, aðferðir og árangur“.  Markmið verkefnis er að afla þekkingar meðal bænda, sem hafa unnið að uppgræðslu á hálendinu, til að geta nýtt og miðlað þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en nú er gert. Hins vegar fékk Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir styrk til að vinna að MA-verkefni sínu „Málefni Breiðamerkursands og evrópski landslagssáttmálinn“. Markmið verkefnis er að kanna hvaða áhrif evrópski landslagssáttmálinn gæti haft á málefni Breiðamerkursands. Styrkurinn var afhentur af forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sigrún Inga er í námi við Háskóla Íslands og Sigríður við Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Sigurður með viðurkenninguna og blómvönd, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni stjórnar SASS, og hr. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
 
Sigurður hlaut menntaverðlaun Suðurlands
 
Við sama tækifæri og styrkirnir voru afhentir úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands veittu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) menntaverðlaun samtakanna fyrir árið 2017. 
 
Þrjár tilnefningar bárust. Stjórn SASS var sammála um að verðlaunin færu til Sigurðar Sigursveinssonar, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands og fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Sigurður tók auðmjúkur við verðlaununum um leið og hann þakkaði fyrir sig og það góða starfsfólk sem hefur unnið með honum í gegnum árin. 
Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f