Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Síams-tvíkelfingur í fjósinu á Syðri-Hömrum í Ásahreppi
Fréttir 6. maí 2015

Síams-tvíkelfingur í fjósinu á Syðri-Hömrum í Ásahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Síams-tvíkelfingur kom í heiminn í fjósinu á Syðri-Hömrum í Ásahreppi hjá Jóni Þorsteinssyni bónda og fjölskyldu föstudagskvöldið 10. apríl eftir fjögurra klukkustunda keisaraskurð á kúnni Nótt. 
 
Kálfurinn var lifandi fram að burði en drapst rétt áður en keisaraskurðurinn hófst. Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu, framkvæmdi skurðinn. 
 
„Þetta er einn búkur með tvo hausa, tvo hala og tvær hryggjarsúlur. Búkurinn er mjög afmyndaður en dýrið er aðeins með fjóra fætur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona með kú,“ segir Kristín. Hún fékk að hirða kálfinn og ætlar að nota hann í kennslu á Hvanneyri þar sem nemendur fá að kryfja tvíkelfinginn. 

2 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...