Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Síams-tvíkelfingur í fjósinu á Syðri-Hömrum í Ásahreppi
Fréttir 6. maí 2015

Síams-tvíkelfingur í fjósinu á Syðri-Hömrum í Ásahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Síams-tvíkelfingur kom í heiminn í fjósinu á Syðri-Hömrum í Ásahreppi hjá Jóni Þorsteinssyni bónda og fjölskyldu föstudagskvöldið 10. apríl eftir fjögurra klukkustunda keisaraskurð á kúnni Nótt. 
 
Kálfurinn var lifandi fram að burði en drapst rétt áður en keisaraskurðurinn hófst. Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu, framkvæmdi skurðinn. 
 
„Þetta er einn búkur með tvo hausa, tvo hala og tvær hryggjarsúlur. Búkurinn er mjög afmyndaður en dýrið er aðeins með fjóra fætur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona með kú,“ segir Kristín. Hún fékk að hirða kálfinn og ætlar að nota hann í kennslu á Hvanneyri þar sem nemendur fá að kryfja tvíkelfinginn. 

2 myndir:

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...