Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi vegna brota á velferð hrossanna.
Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi vegna brota á velferð hrossanna.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. maí 2025

Sex aðilar sektaðir eða vörslusviptir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í apríl var úrskurðað um sex íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir Matvælastofnunar á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu.

Lögð var hálfrar milljónar króna stjórnvaldssekt á fiskeldisfyrirtækið Kaldvík vegna brota á dýravelferð. Fyrirtækið vanrækti, skv. fregn Matvælastofnunar, að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum í Berufirði og aflífa þá eins og skylt er.

Sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi vanfóðraði kindur og hafði of mikinn þéttleika á þeim. Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans.

Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika.

Þá var nautgripabóndi í norðausturumdæmi talinn brjóta á velferð dýranna. Var fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Á hann voru lagðar dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur.

Enn fremur var rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða þeim ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan fjögurra vikna.

Sömuleiðis var kattareigandi sviptur vörslu dýra sinna og þeim komið í fóstur. Var það kattareigandi í suðvesturumdæmi sem skildi læðu með kettlinga eina eftir á heimili sínu án fóðurs og vatns. Bannað er að skilja kettlinga yngri en 16 vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klst. í senn.

Skylt efni: Mast | stjórnvaldssekt

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...