Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi vegna brota á velferð hrossanna.
Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi vegna brota á velferð hrossanna.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. maí 2025

Sex aðilar sektaðir eða vörslusviptir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í apríl var úrskurðað um sex íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir Matvælastofnunar á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu.

Lögð var hálfrar milljónar króna stjórnvaldssekt á fiskeldisfyrirtækið Kaldvík vegna brota á dýravelferð. Fyrirtækið vanrækti, skv. fregn Matvælastofnunar, að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum í Berufirði og aflífa þá eins og skylt er.

Sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi vanfóðraði kindur og hafði of mikinn þéttleika á þeim. Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans.

Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika.

Þá var nautgripabóndi í norðausturumdæmi talinn brjóta á velferð dýranna. Var fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Á hann voru lagðar dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur.

Enn fremur var rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða þeim ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan fjögurra vikna.

Sömuleiðis var kattareigandi sviptur vörslu dýra sinna og þeim komið í fóstur. Var það kattareigandi í suðvesturumdæmi sem skildi læðu með kettlinga eina eftir á heimili sínu án fóðurs og vatns. Bannað er að skilja kettlinga yngri en 16 vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klst. í senn.

Skylt efni: Mast | stjórnvaldssekt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...