Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
RH400 beltagrafan hefur verið seld undir vörumerkinu Bucyrus einnig undir merkinu O&K og síðast Caterpillar.
RH400 beltagrafan hefur verið seld undir vörumerkinu Bucyrus einnig undir merkinu O&K og síðast Caterpillar.
Á faglegum nótum 26. mars 2019

Setti heimsmet og skóflaði upp 9.000 tonnum á einum klukkutíma

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stærsta vökvaknúna beltagrafa í heimi er Bucyrus RH400 sem nú heitir reyndar Caterpillar. Slíkar gröfur er meðal annars að finna við uppmokstur á olíusandi í Alberta-ríki í Kanada. Þar setti ein slík grafa heimsmet í mokstri með því að moka upp 9.000 tonnum af olíusandi á einni klukkustund. 
 
Fyrirtækið Bucyrus hét upphaflega Bucyrus Foundry and Manufacturing Company og var stofnað í Ohio árið 1880. Fyrirtækið flutti svo höfuðstöðvar sínar til Suður-Milwaukee í Wisconsin árið 1893. Árið 1927 sameinaðist það fyrirtækinu Erie Steam Shovel Company og hét eftir það Bucyrus-Erie. Það skipti síðan aftur um nafn 1997 og hét þá Bucyrus International. 
 
Árið 1930 sameinaðist fyrirtækið enska félaginu Ruston & Hornsby Ltd í Lincoln og úr varð Ruston-Bucyrus Ltd., en á bak við fjárfestinguna stóð Ruston&Hornsby Ltd. Það fyrirtæki seldi sig svo út úr Ruston-Bucyrus árið 1985 á miklu samdráttarskeiði hjá félaginu. Árið 1994 var fyrirtækið nánast komið í þrot og fór í eins konar greiðslustöðvun 18. febrúar það ár og var úrskurðað gjaldþrota 14. desember 1994.   
 
Fyrirtækið var svo endurreist sem Bucyrus International Inc. árið 1997. Fyrirtækið átti í hörðum slag við helsta keppinautinn, Marion Power Shovel. Endaði það með því að Bucyrus International keypti Marion Power Shovel það sama ár. 
 
Bucyrus yfirtók síðan DBT Group í Lunen í Þýskalandi í febrúar 2007.  
 
Í febrúar 2010 lauk Bucyrus svo við yfirtöku á námuvélahluta Terex Corporation fyrir 1,3 milljarða dollara. Það var svo samþykkt 15. nóvember 2010 að selja fyrirtækið til Caterpillar fyrir 8,6 milljarða dollara. Því yfirtökuferli lauk um mitt ár 2011. Í framhaldinu var ákveðið að markaðssetja Bucyrus námuvinnsluvélarnar undir merkjum Caterpillar.   
 
 
Hún hentar sennilega ekki vel í eitthvert garðasnatt. 
 
980 tonna flykki
 
Bucyrus RH400 er byggð fyrir mikla og stöðuga vinnu og myndi því varla henta í eitthvert garðasnatt. Enda eru beltin nærri 11 metrar á lengd, 2,94 á hæð og 2 metrar á breidd. Heildarlengd með gálga og skóflu í ystu stöðu er nálægt 23,6 metrar. 
 
Heildarbreidd á vélinni er 9,07 metrar og hæð upp á þak stýrishús er 9,9 metrar. Venjulegur maður gætur hæglega athafnað sig undir vélinni því undir lægsta punkti er rúmlega 1,1 metri. 
 
Skóflan tekur allt að 94 tonn í einu en skóflan er með því sem nefnt er samlokuhönnun þar sem losun fer fram með því að opna bakstykkið í skóflunni, en það flýtir verulega fyrir losun. 
 
Vinnuþyngd Bucyrus RH400 er 980 tonn og þyngdarþrýstingur á jarðveg nemur 25,8 N/cm2. 
 
Beltagrafa þessi er knúin áfram af tveim 16 strokka mótorum sem skila samanlagt 4.500 hestöflum. Það dugar vel til bæði að keyra og snúa vélinni og til að knýja 14 vökvatjakka. Í vökvakerfið fara 3.400 gallon af glussa, eða 12.886 lítrar, sem dygði ágætlega í litla sundlaug.  
 
Vökvadælur vélarinnar eru bæði til í dísilknúinni útgáfu og rafknúinni. Sú dísilknúna dælir 4x975 lítrum á mínútu, en sú rafknúna dælir 4x992 lítrum á mínútu.
 
Eldsneytistankurinn tekur 15,1 tonn af dísilolíu. 
 
Sjálfvirkt smurkerfi er á vélinni sem sparar gröfustjóra ómælda vinnu. 
 
Caterpillar eignaðist Bucyrus að fullu árið 2011. 
Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...