Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Handverkssláturhúsið að Seglbúðum. Þar verður engin starfsemi í haust.
Handverkssláturhúsið að Seglbúðum. Þar verður engin starfsemi í haust.
Mynd / smh
Fréttir 11. september 2023

Seglbúðir byrja ekki aftur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Forsvarsmenn handverksslátur -- hússins að Seglbúðum í Landbroti munu ekki hefja slátrun og vinnslu kjöts í haust, þrátt fyrir að hætt hafi verið við gjaldskrárhækkun Matvælastofnunar (MAST).

Fyrirhuguð verðhækkun á þjónustu dýralækna var blásin af of seint, eins og greint var frá á forsíðu síðasta tölublaðs Bændablaðsin.

Þá höfðu forsvarsmenn sláturhússins í Seglbúðum gefið út yfirlýsingu þess efnis að ekkert yrði af slátrun og kjötvinnslu hjá þeim í haust vegna fyrirhugaðra verðhækkana á dýralæknaþjónustu MAST. Í samtali við Bændablaðið á þeim tíma sagði Þórunn allar forsendur þurfa að breytast til að starfsemin yrði tekin upp að nýju.

Matvælaráðuneytið féll frá áðurnefndum hækkunum skömmu eftir útgáfu síðasta tölublaðs Bændablaðsins, en Þórunn segir það engu breyta, enda kom ákvörðunin of seint. Allir bændur sem þau hafa þjónustað þurftu að senda sláturhúsunum áætlun um fjölda sláturlamba fyrir miðjan ágúst. Þórunn segir þetta lélega stjórnsýslu, en hún vill ekki skrifa þetta alfarið á MAST, heldur sé ákvörðunin frá ráðuneytinu. Þórunn segir matvælaráðuneytið ekki hafa svarað umsögn sem þau sendu inn, eða verið í neinu sambandi út af þessu máli.

Vantar farveg fyrir sorpið

Aðspurð segir Þórunn mögulegt að þau taki upp þráðinn næsta haust, enda er húsnæðið til staðar og þau eru með öll leyfi. Þau þurfi hins vegar að fá svör við fjölmörgum spurningum um förgun á sláturúrgangi, þar sem ekki má urða lífrænan úrgang lengur. „Okkur hafa ekki verið kynntar neinar leiðir í þeim málum.“

Enginn sjáanleg lausn

Hingað til hafi þau borgað fyrir flutning á sorpinu tíu kílómetra að Stjórnarsandi, þar sem sveitarfélagið sá um förgun. Nú sé enginn sjáanlegur farvegur fyrir almennan sláturúrgang, nema kjötmjölsverksmiðjan í Heiðar- gerði í Flóahreppi. Þangað eru 200 kílómetrar og er flutningurinn dýr, þar sem gæta þarf sérstakrar varúðar með úrgang af þessu tagi. Þórunn kallar eftir farvegi fyrir lífrænan úrgang heima í héraði.

Þórunn segir leiðinlegt að sjá eftir þessum rekstri fara svona. „Þetta var þjónusta sem fólk var almennt ánægt með, en við getum ekki endalaust borgað með þessu.“

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...