Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðkindin er varnarlaus í rigningar­slagviðrum og slyddu!
Lesendabásinn 22. júlí 2015

Sauðkindin er varnarlaus í rigningar­slagviðrum og slyddu!

Höfundur: Hallgrímur Sveinsson
Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undan­tekning. Auk þess hefur það verið mjög kalt eins og oft er raunin.
 
Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum, fleiri hundruð metra. Og lifði það af. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu nátt­úrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. 
Mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari sagði gamall og lífsreyndur smali um daginn. En oft er það gott er gamlir kveða eins og þar stendur. 
 
Spekingarnir í Heita pottinum  á Þingeyri láta ekki að sér hæða. Um daginn var verið að ræða um sauðkindina og hvernig henni reiðir af án hinnar einu varnar sem náttúran hefur gefið henni. Semsagt ullarlausri með tvö og þrjú lömb.
 
Þá sagði ein frúin: „Hvernig ætli hefði farið fyrir léttadrengnum á Brekku ef honum hefði nú verið sleppt út úr fjárhúsinu allsberum í því ógnarlega vatns- og slydduveðri sem var í vikunni?“ Ekki stóð á svari: „Hann hefði króknað úr kulda, nákvæmlega eins og ullarlausar ærnar í tuga- eða hundraðatali um daginn hér fyrir vestan.“
 
Menn voru algjörlega sammála um að það sé nákvæmlega sama lögmálið, hvort sem um mannskepnuna er að ræða eða sauðkindina. Nema hvað sauðkindin er harðgerðari. Og nú þurfa sauðfjárbændur að athuga sinn gang. Þó fyrr hefði verið. 
 
 
Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...