Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfjárbændur fresta auka aðalfundi
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Sauðfjárbændur fresta auka aðalfundi

Fyrirhuguðum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem halda átti í dag, hefur verið frestað þangað til boðaðar tillögur stjórnvalda að lausn vanda sauðfjárbænda liggja fyrir.

Á vef samtakanna kemur fram að boðun á auka aðalfundinum hafi verið í ljósi upplýsinga úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þess efnis að endanlegar útfærslur á þeirra tillögum yrðu tilbúnar í olok þessarar viku þannig að hægt yrði að kynna þær á auka aðalfundinum. 

Þar kemur einnig fram að LS hafi verið í viðræðum við stjórnvöld frá því í mars um stöðu greinarinnar og yfirvofandi verðfall til bænda. Í þeim viðræðum hafi LS ásamt Bændasamtökum Íslands lagt fram heildstæðar tillögur að lausn vandans sem miða að því að koma í veg fyrir hrun í sauðfjárbúskap á Íslandi og styrkja greinina til framtíðar. 

„Á miðvikudag bárust hins vegar þau skilaboð frá atvinnuvegaráðuneytinu að tillögurnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku og því ekki hægt að kynna þær á fundinum. Það var því ljóst að boðaður auka aðalfundur á föstudag myndi ekki geta tekið afstöðu til tillagna stjórnvalda og því hefur verið ákveðið að fresta auka aðalfundi þar til boðaðar tillögur liggja fyrir.

Tillögurnar eins og þær hafa verið kynntar LS eru spor í rétta átt en samtökin telja þær ekki ganga nógu langt til að leysa vandann eins og þær líta út í dag.  Sauðfjárbændur hafa fundið fyrir auknum skilningi undanfarna daga og ljóst er að margir hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar, meðal annars hafa margar sveitarstjórnir ályktað um málið og fjölmiðlar sýna því vaxandi áhuga.  Enn skortir þó á skilning stjórnvalda  til þess  aðgerðirnar sem ráðast þarf í hafi þann styrk að leysa málið til frambúðar.  Það þarf að breytast,“ segir á vef LS.

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...