Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2016

Sauðfjárbændum verði tryggt viðunandi verð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð.
 
 Í ályktun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í liðinni viku segir að gangi þau áform eftir muni afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar og mikið högg fyrir sveitir landsins. Sveitarstjórn skorar á alla hlutaðeigandi að leita allra leiða til að tryggja sauðfjárbændum ásættanlegt verð fyrir afurðir sínar og koma í veg fyrir hrun sauðfjárræktar í landinu.
 
Tekjutap upp á allt að 650 milljónir
 
Í ályktuninni segir að ef boðaðar verðlækkanir gangi eftir og 10–12% verðlækkun verði hjá öllum sláturleyfishöfum þá megi ætla að tekjutap sauðfjárræktarinnar í landinu verði á bilinu 600–650 milljónir króna, en það samsvari því að um 70 þúsund lömb drepist úti í haganum. Því sé hætt við að margir bændur muni að óbreyttu bregða búi, ekki síst yngstu bændurnir, sem muni valda starfsgreininni miklum skaða um ókomna tíð.
 
Ósanngjarnt að velta hækkunum alfarið yfir á bændur
 
„Sala á dilkakjöti á innanlandsmarkaði hefur gengið vel síðustu misserin og birgðastaða hjá sláturleyfishöfum nú í upphafi sláturtíðar er ekki óeðlilega mikil. Einnig hefur komið fram í skoðanakönnunum að íslenskir neytendur eru mjög jákvæðir gagnvart íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Má því ætla að möguleikar séu til hækkana til smásöluaðila. Það verður því að teljast ósanngirni að velta kostnaðarhækkunum hjá sláturleyfishöfum alfarið yfir á bændur sem eru fyrir ein tekjulægsta starfsgrein landsins,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...