Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2016

Sauðfjárbændum verði tryggt viðunandi verð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð.
 
 Í ályktun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í liðinni viku segir að gangi þau áform eftir muni afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar og mikið högg fyrir sveitir landsins. Sveitarstjórn skorar á alla hlutaðeigandi að leita allra leiða til að tryggja sauðfjárbændum ásættanlegt verð fyrir afurðir sínar og koma í veg fyrir hrun sauðfjárræktar í landinu.
 
Tekjutap upp á allt að 650 milljónir
 
Í ályktuninni segir að ef boðaðar verðlækkanir gangi eftir og 10–12% verðlækkun verði hjá öllum sláturleyfishöfum þá megi ætla að tekjutap sauðfjárræktarinnar í landinu verði á bilinu 600–650 milljónir króna, en það samsvari því að um 70 þúsund lömb drepist úti í haganum. Því sé hætt við að margir bændur muni að óbreyttu bregða búi, ekki síst yngstu bændurnir, sem muni valda starfsgreininni miklum skaða um ókomna tíð.
 
Ósanngjarnt að velta hækkunum alfarið yfir á bændur
 
„Sala á dilkakjöti á innanlandsmarkaði hefur gengið vel síðustu misserin og birgðastaða hjá sláturleyfishöfum nú í upphafi sláturtíðar er ekki óeðlilega mikil. Einnig hefur komið fram í skoðanakönnunum að íslenskir neytendur eru mjög jákvæðir gagnvart íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Má því ætla að möguleikar séu til hækkana til smásöluaðila. Það verður því að teljast ósanngirni að velta kostnaðarhækkunum hjá sláturleyfishöfum alfarið yfir á bændur sem eru fyrir ein tekjulægsta starfsgrein landsins,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...