Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfé í landinu hefur fækkað um nær helming á 35 árum
Mynd / BBL
Fréttir 30. maí 2017

Sauðfé í landinu hefur fækkað um nær helming á 35 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í nýjum tölum Búnaðar­stofu Matvæla­stofnunar kemur fram að ásett sauðfé í landinu á síðastliðnum vetri var 475.893 skepnur. Er þetta örlítil fjölgun frá fyrra ári en sýnir samt gríðarlega fækkun sauðfjárstofnsins á síðustu 35 árum. 
 
Á árinu 1981 var sauðfé í landinu 794.097 skepnur, en fór síðan ört fækkandi fram til 1992 þegar talan var komin niður í 487.545. Þá varð lítils háttar aukning og fjölgaði sauðfé á tveim árum, eða til ársloka 1994 í 499.335 skepnur. Það er jafnframt mesti fjöldi sauðfjár í landinu allar götur síðan. Aðeins tvisvar sinnum hefur stofninn náð því að komast í 490.000 síðan 1994, en það var 1998 og 1999. 
 
Í dag telst sauðféð í landinu eins og fyrr segir vera 475.893 skepnur. Þar af eru 377.861 ær. Hrútar og sauðir (geldir hrútar) eru 11.939. Þá eru lambgimbrar 77.636 talsins og lambhrútar eru 8.457. 
 
 
Mesta sauðfjáreldið er á Norðurlandi
 
Langflest sauðfé er á Norðurlandi, eða 183.775 fjár og þar af er drjúgur hluti fjárins í Húnavatnssýslum. Þar á eftir kemur Suður- og Suðausturland, þ.e. frá Ölfusi og austur að Höfn í Hornafirði með 96.956 fjár. Vesturland fylgir þar fast á hælana með 91.703  skepnur. 
 
Sauðfé hefur fækkað mikið á Vestfjörðum en þar eru nú samkvæmt tölum MAST 44.737 kindur. Á Austfjörðum hefur fækkun sauðfjár líka orðið mikil og eru þar nú 54.932 skepnur. Fæst er sauðfé þó á  höfuðborgarsvæðinu þar sem einungis eru 2.989 fjár. 
 
Aðeins 1,4 skepnur á íbúa
 
Á árinu 1981 voru 794.097 vetrarfóðraðar kindur í landinu, eða um 3,5 sauðkindur á hvern einasta landsmann. Á árinu 2016 var sauðfjárstofninn kominn í 475.893 skepnur, eða um 1,4 kindur á hvern íbúa.
Ljóst er að sauðfé hefur því fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum eða um hartnær helming að höfðatölu fjárins og enn meira sem hlutfall af íbúafjölda. 

Skylt efni: búfjártölur | Sauðfé

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...