Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Damian Jakub Kondracki með gimbrina Sólveigu og Alexander Örn Matthías­son með gimbrina Söru.
Damian Jakub Kondracki með gimbrina Sólveigu og Alexander Örn Matthías­son með gimbrina Söru.
Mynd / Birgitta Lúðvíksdóttir
Fréttir 28. október 2021

Sauðburður í október í Hörgársveit

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Nei, ég átti nú alls ekki von á sauðburði í október en svona getur þetta stundum verið í sveit­inni, þetta er bara skemmtilegt og gefur lífinu lit,“ segir Birgitta Lúðvíksdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Möðruvöllum 3 í Hörgár­sveit, en ærin Dúdda bar þar nýlega tveimur fallegum lömbum.

„Þegar við vorum að fara yfir ærnar nýlega þá átti þessi ær að fá lit fyrir sláturfé. Hún var geld í vor og átti þess vegna ekki að fá líf. Ég tók undir hana og fann að það var komið mikið júgur. Ég hélt samt að hún mundi ekki bera fyrr en eftir viku til hálfan mánuð. Þegar við fórum í fjárhúsið daginn eftir þá var hún að bera. Það var bara haus sem kom og hann var orðinn bólginn og kaldur, en lambið á lífi. Ég komst inn með hálsinum og náði öðrum fætinum og tók það þannig út.

Við vorum smá tíma að koma því af stað, en það tókst. Ég þurfti að ná í hitt lambið, því hausinn lá niður með. Það tókst vel og þeim heilsast vel en lömbin eru bæði gimbrar,“ segir Birgitta alsæl í sveitinni sinni.

Skylt efni: sauðburður | Hörgársveit

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...