Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stjórn deildar sauðfjárbænda ásamt varamönnum. Á myndinni eru frá vinstri:
Sveinn Finster Úlfarsson, Birgir Þór Haraldsson, Magnús Helgi Loftsson,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásta Fönn Flosadóttir, Jónmundur Magnús
Guðmundsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir
Stjórn deildar sauðfjárbænda ásamt varamönnum. Á myndinni eru frá vinstri: Sveinn Finster Úlfarsson, Birgir Þór Haraldsson, Magnús Helgi Loftsson, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásta Fönn Flosadóttir, Jónmundur Magnús Guðmundsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir
Mynd / ál
Fréttir 7. mars 2025

Samningsmarkmið svipuð og áður

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Deildarfundur sauðfjárbænda samþykkti þau áhersluatriði sem verða höfð til hliðsjónar við gerð nýrra búvörusamninga.

„Það var almenn sátt um þau markmið sem voru þar sett á blað,“ segir Eyólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildarinnar. Sauðfjárbændur vilja halda samningum sínum við hið opinbera í stórum atriðum óbreyttum, en Eyjólfur segir þá vera vanfjármagnaða eins og þeir eru í dag. Búgreinadeildin leggur áfram áherslu á að stærstur hluti af stuðningsgreiðslum verði í gegnum greiðslumark, gæðastýringu og býlisstuðning.

Skoða breytta útfærslu greiðslumarks

„Svo kom inn ný tillaga um að það væri horft frekar til framleiðslu á kílóum kjöts á hvert ærgildi í staðinn fyrir ásetningshlutfall. Það var samþykkt, en það á eftir að útfæra hver framleiðsluskyldan á að vera ef þetta er eitthvað sem viðsemjandinn vill,“ segir Eyjólfur.

Samkvæmt umræðum fundarins finnst honum sennilegt að miðað verði við 10 til 12 kíló lambakjöts fyrir hvert ærgildi. „Þetta styður við loftslagsvegvísi Bændasamtakanna sem miðar að því að framleiða sem mest af matvælum á sem hagkvæmastan hátt fyrir þann pening sem ríkið deilir út.“ Í dag þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks til að fá óskertar beingreiðslur.

Eyjólfur bætir við að á fundinum hafi verið samþykkt tillaga um örmerki. Þó svo að endanleg útfærsla sé ekki komin á hreint sé þetta skref í þá átt að fastsetja örmerkjanotkun í sauðfé. „Markmiðið er að stuðla að vinnusparnaði og einfalda kerfið þannig að þetta muni henta bændum jafnt sem sláturleyfishöfum og allir hagnast á þessu.“

Litlar breytingar á stjórn

Fyrir fundinn voru fjórar nefndir búnar að vinna úr 71 tillögu. Þar voru þær ýmist sameinaðar, felldar niður af ýmsum ástæðum eða lagðar fyrir deildarfundinn. Þær tillögur sem voru samþykktar af deildarfundinum verða ýmist sendar áfram til Búnaðarþings eða ræddar áfram af stjórn deildarinnar sem sendir þær til viðkomandi aðila.

„Það skiptir máli að bændur komi saman og ræði sín hagsmunamál og hver stefnan á að vera í framhaldinu. Þó að það sé hægt að halda alla svona fundi á netinu þá skiptir líka máli að hittast í eigin persónu. Það verða öðruvísi skoðanaskipti þannig,“ segir Eyjólfur. Kosið er um formann deildarinnar annað hvert ár, en Eyjólfur hefur setið í því embætti síðan í fyrra og á eitt ár eftir af kjörtímabilinu. Meðstjórnendur eru fjórir og er kosið um helming þeirra annað hvert ár. Birgir Þór Haraldsson var kjörinn til stjórnarsetu og kemur hann nýr í stjórn í staðinn fyrir Hafdísi Sturlaugsdóttur sem gaf ekki kost á sér. Ásta Fönn Flosadóttir var í stjórn áður og var kosin til þess að sitja áfram. Aðrir meðstjórnendur eru Magnús Helgi Loftsson og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og var ekki kosið um þau á þessum fundi. Kosið var um varamenn og er sá fyrsti Sigríður Ólafsdóttir, annar varamaður er Sveinn Finster Úlfarsson og þriðji varamaður er Jónmundur Magnús Guðmundsson. 

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Nýtt og glæsilegt menningarhús
21. október 2025

Nýtt og glæsilegt menningarhús

Miklir framtíðarmöguleikar
18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Hægeldaður lambabógur
6. júní 2023

Hægeldaður lambabógur

Riddarastjarna
20. desember 2019

Riddarastjarna

Er aukefnunum ofaukið?
30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f