Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir
Fréttir 24. apríl 2020

Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs og landbúnaðar­ráðherra hefur undirritað samning við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Íslands­stofu um áframhald markaðsverkefnisins Horses of Iceland, til kynningar á íslenska hestinum.

Við sama tilefni undirritaði ráðherra samning við Félag hrossabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum um prófun á forvarnarbóluefni gegn sumarexemi í útfluttum hrossum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Horses of Iceland

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starfsemi, sem aðilum um heim allan stendur til boða að gerast þátttakendur að.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslandsstofa gerðu með sér samning um verk­efnið árið 2016 til fjögurra ára. Samningurinn rann út um áramót, en hefur nú verið framlengdur til 30. júní 2021. Ráðuneytið leggur að hámarki 19.000.000 kr til verk­efnisins á umræddu tímabili þar sem fjárframlag sem því var ætlað hefur ekki verið fullnýtt síðustu ár. Þá leggja hagsmunaaðilar til sam­bærilegt mótframlag.

Sumarexem í hrossum

Verkefnið felur í sér að hópur af hrossum verða bólusett gegn sumarexemi með aðferð sem þróuð hefur verið á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Eftir bólusetninguna verða hestarnir fluttir á flugusvæði í Sviss til að athuga, við raunaðstæður, hvort bólusetningin ver þá gegn ofnæminu. Gerð verður samanburðarrannsókn á þekktu svæði í Bern í Sviss þar sem sumarexem hefur verið til mikilla óþæginda fyrir hross sem fædd eru á Íslandi.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...