Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Árni Bragason landgræðslustjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, skrifuðu undir samstarfssamninginn.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Árni Bragason landgræðslustjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, skrifuðu undir samstarfssamninginn.
Mynd / smh
Fréttir 14. mars 2017

Samkomulag um mat á gróðurauðlindum

Höfundur: smh

Í dag var skrifað undir samstarfssamning á milli atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda um áætlun um mat á gróðurauðlindum landsins.

Skrifað var undir samkomulag í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Markmið verkefnisins er tvíþætt; annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á og hins vegar að þróa sjálfbærnisvísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Samkomulagið er til tíu ára en á þessu ári verður alls varið 35,5 milljónum króna til verkefnisins.

Þau Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Árni Bragason landgræðslustjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, skrifuðu undir samstarfssamning. Þegar það hafði verið gert sagði Árni Bragason landgræðslustjóri að samkomulagið hefði verið unnið í góðri sátt, allir hafi verið sammála um þau skref sem hafi þurft að stíga í þessu ferli. Það skipti verulega miklu máli og eins skipan faghópsins fyrir verkefnið.

Sigurður Eyþórsson lýsti ánægju sinni með samkomulagið. „Það skiptir miklu máli fyrir þá sátt sem þarf að ríkja um nýtingu þessara auðlinda. Nýtingin hefur verið umdeild um árabil, en ég hef fulla trú á því að samkomulagið skili okkur áfram á því sviði.“ 

Oddný Steina tók undir með Sigurði og taldi samkomulagið vera upphafið að endinum á deilunum um nýtinguna á gróðurauðlindunum. „Sem betur fer er þetta yfirhöfuð í góðum málum en ég held að þetta sé gríðarlega mikilvægt skref til að við getum metið sjálfbærnina betur og til að umræðan og ákvarðanir í framtíðinni geti byggt á staðreyndum.“

Tryggja þarf sjálfbæra nýtingu gróðurauðlinda

Í tilkynningu sem gefin var út þegar skrifað var undir, kemur fram að til að tryggja sjálfbæra nýtingu gróðurauðlinda landsins sé nauðsynlegt að koma á heildstæðu ferli um vöktun gróðurs og jarðvegs á Íslandi. Áþekkt fyrir komulag hefur verið gert við sjávarauðlindir með góðum árangri.

„Núverandi búvörusamningur gerir ráð fyrir að ráðist sé í verkefni sem innifelur slíkt símat á ástandi gróðurauðlindarinnar. Landbúnaður byggir á nýtingu lands til beitar og akuryrku og slíkar upplýsingar eru því þeirri atvinnugrein afar mikilvægar. Jafnframt þurfa stjórnvöld á reglulegum upplýsingum að hala um t.d. kolefnisforða í jarðvegi og gróðri vegna alþjóðlegra skuldbindinga, sem og áhrif annarrar nýtilkominnar landnýtingar á jarðveg og gróður, samanber gríðarlega aukningu erlendra ferðamanna á undanförnum árum.“

Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu

„Landgræðslunni er falin umsjón verkefnisins, en samkvæmt lögum um stofnunina ber henni að: „hafa gát á meðferð á gróðri landsins og vinna gegn því, að hann eyðist fyrir ofnotkun eða aðra óskynsamlega meðferð“. Landgræðsla ríkisins hefur nú þegar nauðsynlega innviði til þess að hafa umsjón með slíkri vöktun. Stofnunin rekur héraðssetur ío öllum landshlutum, hefur hæft starfsfólk sem sinnir eftirliti með ástandi gróðurs og jarðvegs og rekur vöktunarkerfi þar sem fylgst er með kolefnisbúskap og gróðurauðlindum á landgræðslusvæðum.

Landgræðslan mun ráða verkefnisstjóra sem mun vinna í nánu samstarfi við sérfræðinga stofnunarinnar og faghóp verkefnisins.

Formaður faghópsins er Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Aðrir í hópunum eru: Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum RML, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent LbhÍ, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor HÍ og Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur Náttúrufræðistofnun Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...