Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja
Fréttir 26. október 2020

Samkeppniseftirlit óskar eftir umsögnum um samruna matvælavinnslufyrirtækja

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir umsögnum og sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðs samruna matvælavinnslufyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH-afurða. 

Umsagnarfrestur rennur út 28. október næstkomandi. Samkeppniseftirlit hefur gefið aðgang að samrunaskrá án trúnaðarupplýsinga. Við mat á samruna verður horft bæði til hagsmuna bænda og neytenda.

Áhrif á hag bænda og neytenda

Samkeppniseftirliti var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna upp úr miðjum ágúst síðastliðnum. Norðlenska er framleiðslufyrirtæki á sviði kjötvöru og hefur starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Fyrirtækið sér m.a. um slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og svínum og framleiðir og selur margvíslegar vörur sem unnar eru úr kjötinu, m.a. undir vörumerkjunum, Goði, KEA, Húsavíkurkjöt og Bautabúrið. Kjarnafæði er ennig matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti. Kjarnafæði á fyrirtækið SAH-afurðir sem rekur sláturhús og afurðasölu á Blönduósi. Starfsemi þess felst í slátrun á hrossum, nautgripum, sauðfé og sölu á afurðum til matvælavinnslufyrirtækja.

Samkeppniseftirlitið óskar nú sérstaklega eftir því að sjónarmið um áhrif samruna fyrirtækjanna á hag bænda og neytenda komi fram. Einnig að fram komi hverjar samkeppnisaðstæður í slátrun gripa hér á landi verði og áhrif samrunans á samkeppni á milli sláturhúsa í slátrun hrossa, nautgripa, sauðfjár og svína. Þá er óskað eftir sjónarmiðum er varðar áhrif samrunans á þá markaði sem fyrirtækin starfa á hefur og loks leitar eftirlitið eftir almennum sjónarmiðum um samkeppnisaðstæður á mörkuðum fyrir kjötafurðir hér á landi, allt frá ræktun gripa til sölu á fullunnum kjötafurðum.

„Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum máls og öðrum þeim sem málið varðar, eftir því sem nauðsynlegt þykir hverju sinni. Í þessu máli telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gefa bændum, öðrum viðskiptavinum, keppninautum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri“, segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits.

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...