Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. mars 2021

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Frestur til rannsóknar málsins framlengist um allt að 35 virka daga, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort nýta þurfi allan þann frest,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sem tekur sér nú lengri tíma en áður var fyrirhugað til að komast að niðurstöðu varðandi samruna tveggja fyrirtækja á matvælasviði, Kjarnafæðis og Norðlenska.

Gert hafði verið ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi tilkynna síðastliðinn föstudag, 19. febrúar, um hvort samruni yrði heimilaður eður ei. En nú er ljóst að niðurstaða mun liggja fyrir í síðasta lagi að 35 dögum liðnum, eða í kringum mánaðamót mars og apríl.

Aukið svigrúm til að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum

Páll Gunnar segir að tímafrestir hafi verið framlengdir að frumkvæði samrunafélaganna og sé það í samræmi við samkeppnislög. Hann segir viðbótarfresti veita Samkeppniseftirlitinu sem og félögunum tveimur m.a. tækifæri til að kanna grundvöll til að setja samrunanum skilyrði sem vernda myndu m.a. hagsmuni bænda og neytenda. Jafnframt gefa viðbótarfrestirnir Samkeppniseftirlitinu aukið svigrúm til þess að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum. Eftirlitið og samrunaaðilar eigi í uppbyggilegum samskiptum sem miða að því að upplýsa málið sem best og og skjóta styrkum stoðum undir endanlega niðurstöðu.

Páll Gunnar Pálsson.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...