Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. mars 2021

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Frestur til rannsóknar málsins framlengist um allt að 35 virka daga, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort nýta þurfi allan þann frest,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sem tekur sér nú lengri tíma en áður var fyrirhugað til að komast að niðurstöðu varðandi samruna tveggja fyrirtækja á matvælasviði, Kjarnafæðis og Norðlenska.

Gert hafði verið ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi tilkynna síðastliðinn föstudag, 19. febrúar, um hvort samruni yrði heimilaður eður ei. En nú er ljóst að niðurstaða mun liggja fyrir í síðasta lagi að 35 dögum liðnum, eða í kringum mánaðamót mars og apríl.

Aukið svigrúm til að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum

Páll Gunnar segir að tímafrestir hafi verið framlengdir að frumkvæði samrunafélaganna og sé það í samræmi við samkeppnislög. Hann segir viðbótarfresti veita Samkeppniseftirlitinu sem og félögunum tveimur m.a. tækifæri til að kanna grundvöll til að setja samrunanum skilyrði sem vernda myndu m.a. hagsmuni bænda og neytenda. Jafnframt gefa viðbótarfrestirnir Samkeppniseftirlitinu aukið svigrúm til þess að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum. Eftirlitið og samrunaaðilar eigi í uppbyggilegum samskiptum sem miða að því að upplýsa málið sem best og og skjóta styrkum stoðum undir endanlega niðurstöðu.

Páll Gunnar Pálsson.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...