Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. mars 2021

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Frestur til rannsóknar málsins framlengist um allt að 35 virka daga, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort nýta þurfi allan þann frest,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sem tekur sér nú lengri tíma en áður var fyrirhugað til að komast að niðurstöðu varðandi samruna tveggja fyrirtækja á matvælasviði, Kjarnafæðis og Norðlenska.

Gert hafði verið ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi tilkynna síðastliðinn föstudag, 19. febrúar, um hvort samruni yrði heimilaður eður ei. En nú er ljóst að niðurstaða mun liggja fyrir í síðasta lagi að 35 dögum liðnum, eða í kringum mánaðamót mars og apríl.

Aukið svigrúm til að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum

Páll Gunnar segir að tímafrestir hafi verið framlengdir að frumkvæði samrunafélaganna og sé það í samræmi við samkeppnislög. Hann segir viðbótarfresti veita Samkeppniseftirlitinu sem og félögunum tveimur m.a. tækifæri til að kanna grundvöll til að setja samrunanum skilyrði sem vernda myndu m.a. hagsmuni bænda og neytenda. Jafnframt gefa viðbótarfrestirnir Samkeppniseftirlitinu aukið svigrúm til þess að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum. Eftirlitið og samrunaaðilar eigi í uppbyggilegum samskiptum sem miða að því að upplýsa málið sem best og og skjóta styrkum stoðum undir endanlega niðurstöðu.

Páll Gunnar Pálsson.

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...