Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Við Miðgarðakirkjugarð í Grímsey. Frá vinstri Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri, Inga Lóa Guðjónsdóttir og Hilmar Páll Jóhannesson frá Loftkastalanum, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Alfreð Garðarsson sóknarnefndarformaður.
Við Miðgarðakirkjugarð í Grímsey. Frá vinstri Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri, Inga Lóa Guðjónsdóttir og Hilmar Páll Jóhannesson frá Loftkastalanum, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Alfreð Garðarsson sóknarnefndarformaður.
Mynd / Halla Ingólfsdóttir
Fréttir 10. janúar 2022

Samið við Loftkastalann um smíði kirkju í Grímsey

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn. Vinna við hönnun hennar stendur yfir. Á dögunum skrifaði sóknarnefnd Miðgarðakirkju undir samning við smíðaverkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju.

Þá hefur Hjörleifur Stefánsson arkitekt verið ráðinn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glæðum Grímsey verið fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti.
Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til þeirrar eldri en verður aðeins stærri vegna nútíma krafna. Einnig er horft til þess að nýja kirkjan nýtist til fleiri athafna en helgihalds.

Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síðan í Grímsey í sumar.

Bygging nýrrar kirkju er viðamikið samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á að verði að veruleika.

Þegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjaskeggjar afar þakklátir öllum þeim sem verkefninu hafa lagt lið. Þeir standa þó frammi fyrir þeirri áskorun að enn vantar töluvert fjármagn til uppbyggingarinnar.

Þeir sem vilja leggja söfnun fyrir nýrri kirkju lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539.

Skylt efni: Grímsey

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f