Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum
Mynd / SAH
Fréttir 14. ágúst 2015

Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum

Höfundur: TB / MÞÞ
Róðurinn hefur verið þungur undan­farin misseri hjá slátur­hús­um og kjötvinnslum og halla­rekst­ur alvarlegur í vissum tilvikum. Sam­eining sláturhúsa og frekari sam­þjöppun er meðal þeirra úr­ræða sem eigendur ræða sín í milli þessa dagana. 
 
Aðalsteinn Jónsson, varaformað­ur Norðlenska, segir í viðtali við Bændablaðið að það væri vítavert að taka ekki á málum áður en í óefni er komið. Norðlenska tapaði tæplega 50 milljónum króna á síðasta ári. Hann segir að aðstæður á markaði séu erfiðar, samkeppni í öllum kjötgreinum og framboð á innanlandsmarkaði mikið. Aðal­steinn segir kostnaðarhækkanir hafa komið illa við félagið og að nú þurfi menn að fara vandlega yfir stöðuna og skoða alla möguleika.  „Við þurfum að finna einhvern flöt á þessu, hvort sem það verður með sameiningum, samruna eða samvinnu. Við þessari stöðu þarf að bregðast strax, það er óhjá­kvæmi­legt,“ segir Aðalsteinn. 
 
Kjarnafæði lagði síðasta vor fram tilboð í Norðlenska, en því var hafnað. Segja Kjarnafæðismenn að ekki komi til greina á þessari stundu að bjóða á ný í fyrir­tæk­ið. Líkur eru á að þeir kaupi auk­inn hlut í rekstri SAH Afurða á Blönduósi, þar sem þeir eiga fyr­ir tæplega helmingshlut. Björn Magn­ús­son, stjórnarformaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi, segir alveg ljóst að staðan sé ekki góð og að þeir séu að skoða hvernig verður brugðist við erfiðleikum í rekstri.
 
Nánar er fjallað um rekstrar­vanda sláturhúsanna á bls. 2 í blaði dagsins og viðbrögð bænda við nýbirtum verð­listum vegna sauðfjárslátrunar eru á bls. 4.
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...