Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum
Mynd / SAH
Fréttir 14. ágúst 2015

Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum

Höfundur: TB / MÞÞ
Róðurinn hefur verið þungur undan­farin misseri hjá slátur­hús­um og kjötvinnslum og halla­rekst­ur alvarlegur í vissum tilvikum. Sam­eining sláturhúsa og frekari sam­þjöppun er meðal þeirra úr­ræða sem eigendur ræða sín í milli þessa dagana. 
 
Aðalsteinn Jónsson, varaformað­ur Norðlenska, segir í viðtali við Bændablaðið að það væri vítavert að taka ekki á málum áður en í óefni er komið. Norðlenska tapaði tæplega 50 milljónum króna á síðasta ári. Hann segir að aðstæður á markaði séu erfiðar, samkeppni í öllum kjötgreinum og framboð á innanlandsmarkaði mikið. Aðal­steinn segir kostnaðarhækkanir hafa komið illa við félagið og að nú þurfi menn að fara vandlega yfir stöðuna og skoða alla möguleika.  „Við þurfum að finna einhvern flöt á þessu, hvort sem það verður með sameiningum, samruna eða samvinnu. Við þessari stöðu þarf að bregðast strax, það er óhjá­kvæmi­legt,“ segir Aðalsteinn. 
 
Kjarnafæði lagði síðasta vor fram tilboð í Norðlenska, en því var hafnað. Segja Kjarnafæðismenn að ekki komi til greina á þessari stundu að bjóða á ný í fyrir­tæk­ið. Líkur eru á að þeir kaupi auk­inn hlut í rekstri SAH Afurða á Blönduósi, þar sem þeir eiga fyr­ir tæplega helmingshlut. Björn Magn­ús­son, stjórnarformaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi, segir alveg ljóst að staðan sé ekki góð og að þeir séu að skoða hvernig verður brugðist við erfiðleikum í rekstri.
 
Nánar er fjallað um rekstrar­vanda sláturhúsanna á bls. 2 í blaði dagsins og viðbrögð bænda við nýbirtum verð­listum vegna sauðfjárslátrunar eru á bls. 4.
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...