Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sameining Landgræðslu og Skógræktar í forathugun
Mynd / Sigurður Arnarson
Fréttir 2. maí 2022

Sameining Landgræðslu og Skógræktar í forathugun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur látið hefja forathugun á sameiningu tveggja lykilstofnana í loftslagsmálum, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

Í fréttatilkynningu frá Matvælaráðuneytinum segir að stofnanirnar vinna báðar að vistvernd og nýtingu lands og vinna að mörgu leyti hliðstæð verkefni sem snúa að losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda.

Landgræðslan og Skógræktin eiga báðar ríka og farsæla sögu um samstarf með grasrótarsamtökum, almenningi og landeigendum. Það umhverfi sem stofnanirnar vinna í hefur tekið hröðum breytingum, og væntingar almennings og stjórnvalda hafa breyst. Ákvörðun matvælaráðherra er tekin með tilliti til þessa, augljósrar skörunar verkefna og mikillar samlegðar.

Samræmd stefnumótun

Samkvæmt nýjum lögum um skógrækt og landgræðslu skal gera stefnumarkandi áætlanir um landgræðslu og skógrækt til lengri tíma. Í matvælaráðuneytinu er jafnframt unnið að því að samræmaingu tillöguragna í eina heildaráætlun sem nær m.a. yfir verndun og endurheimt vistkerfa, náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum, og sjálfbæra landnýtingu. Þessi nálgun mun einfalda til muna forgangsröðun og þannig stuðla að aukinni skilvirkni og auknum árangri.

Sameinið fagþekking myndar öfluga stofnun

Síðustu ár hafa bæði Landgræðslan og Skógræktin aukið ráðgjöf til landeigenda og unnið að mörgum samvinnuverkefnum með þeim. Þar má m.a. nefna skógrækt á lögbýlum og verkefnið Bændur græða landið. Sérfræðingar beggja stofnana búa yfir mikilli sérhæfðri þekkingu og öflugar rannsóknir á vistkerfum, gróðurfari og loftslagi eru stundaðar af beggja hálfu.

„Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verður til öflug stofnun sem sinnir ráðgjöf við nýtingu lands og styður við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar” segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...