Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. ágúst 2021

Sameiginleg afurðaverðskrá fyrir Norðlenska og SAH Afurðir: grunnverð hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Afurðastöðvarnar Norðlenska og SAH Afurðir hafa fengið heimild til að sameinast og gefa því út sameiginlega afurðaverðskrá í fyrsta sinn fyrir komandi sláturtíð.

Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska, er grunnverð í nýju verðskránni 5,5 prósentum hærra að meðaltali fyrir dilka en grunnverð í verðskrá Norðlenska var á síðasta ári.

Greitt hærra fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2

Annars eru breytingarnar á verðskránum helstar þær að álagi á verðskrá í upphafi sláturtíðar verður breytt eilítið og samræmt milli félaganna.

Notast er við sömu hlutföll milli gerðar og fituflokka og voru í verðskrá Norðlenska árið 2020. Hlutföllin eru svolítið frábrugðin þeim sem voru í verðskrá SAH Afurða í fyrra og er helsti munurinn sá að greitt er hærra verð fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2. Ágúst Torfi segir að verðskráin endurspegli þannig hvaða vörur skila besta virðinu inn í vinnslu og sölu.

Verðskráin er aðgengileg á vefsvæðum félaganna; sahun.is og nordlenska.is.      

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...