Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Drjúgur 17-808 frá Hesti var vinsælastur í nýliðinni sauðfjársæðingavertíð.
Drjúgur 17-808 frá Hesti var vinsælastur í nýliðinni sauðfjársæðingavertíð.
Mynd / RML
Fréttir 7. janúar 2019

Samdráttur í sauðfjársæðingum um 40 prósent frá 2016

Höfundur: smh

Í samantekt Eyþórs Einarssonar, ábyrgðarmanns í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), um nýliðna sauðfjársæðingavertíð kemur fram að samdráttur hafi orðið í sauðfjársæðingunum annað árið í röð.

Eyþór birti niðurstöður sínar á vef RML á föstudaginn þar sem fram kemur að nokkuð ljóst sé að þeir erfiðleikar sem greinin stóð frammi fyrir eftir að afurðaverði hrundi haustið 2017 hafi haft bein áhrif á umsvif ræktunarstarfsins og þar með neikvæð áhrif á rekstur sæðingastöðvanna. Til lengri tíma geti sú staða dregið úr kynbótaframförum og snúa þurfi vörn í sókn.

Samkvæmt yfirliti Eyþórs var samdrátturinn á milli síðustu tveggja ára um 18 prósent og frá 2016 er hann um 40 prósent, mestur á Suðurlandi og Vesturlandi.

Drjúgur frá Hesti vinsælastur

Sá hrútur sem fékk mesta notkun þennan veturinn var Drjúgur 17-808 frá Hesti en úr honum voru sendir út 2.020 skammtar. Þetta er nokkuð meiri notkun en 2017 þegar sendir voru 1.835 skammtar úr hrútinum Mávi 15-990 frá Mávahlíð. Næstflestir skammtar voru útsendir úr Durt 16-994 frá Hesti, eða 1.685 skammtar. Af kollóttu hrútunum var mest sent út af sæði úr Guðna 17-814 frá Miðdalsgröf, 955 skammtar.

Lesa má yfirlit Eyþórs á vef RML:

Sauðfjársæðingar

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...