Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Drjúgur 17-808 frá Hesti var vinsælastur í nýliðinni sauðfjársæðingavertíð.
Drjúgur 17-808 frá Hesti var vinsælastur í nýliðinni sauðfjársæðingavertíð.
Mynd / RML
Fréttir 7. janúar 2019

Samdráttur í sauðfjársæðingum um 40 prósent frá 2016

Höfundur: smh

Í samantekt Eyþórs Einarssonar, ábyrgðarmanns í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), um nýliðna sauðfjársæðingavertíð kemur fram að samdráttur hafi orðið í sauðfjársæðingunum annað árið í röð.

Eyþór birti niðurstöður sínar á vef RML á föstudaginn þar sem fram kemur að nokkuð ljóst sé að þeir erfiðleikar sem greinin stóð frammi fyrir eftir að afurðaverði hrundi haustið 2017 hafi haft bein áhrif á umsvif ræktunarstarfsins og þar með neikvæð áhrif á rekstur sæðingastöðvanna. Til lengri tíma geti sú staða dregið úr kynbótaframförum og snúa þurfi vörn í sókn.

Samkvæmt yfirliti Eyþórs var samdrátturinn á milli síðustu tveggja ára um 18 prósent og frá 2016 er hann um 40 prósent, mestur á Suðurlandi og Vesturlandi.

Drjúgur frá Hesti vinsælastur

Sá hrútur sem fékk mesta notkun þennan veturinn var Drjúgur 17-808 frá Hesti en úr honum voru sendir út 2.020 skammtar. Þetta er nokkuð meiri notkun en 2017 þegar sendir voru 1.835 skammtar úr hrútinum Mávi 15-990 frá Mávahlíð. Næstflestir skammtar voru útsendir úr Durt 16-994 frá Hesti, eða 1.685 skammtar. Af kollóttu hrútunum var mest sent út af sæði úr Guðna 17-814 frá Miðdalsgröf, 955 skammtar.

Lesa má yfirlit Eyþórs á vef RML:

Sauðfjársæðingar

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...